Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld

Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluta­við­ræðum á Akur­eyri slitið

Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum

Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju ekki Dóra?“

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár

Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Leigubílsstjórar í Róm svindla alltaf á Tomma

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um leigubíla nú síðdegis og þegar þetta er skrifað er það til umræðu á þinginu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli í umræðunni með því að deila með þingmönnum persónulegri reynslu sinni af leigubílum víðs vegar um veröldina.

Innlent
Fréttamynd

Einn listi bauð fram í Tjörneshreppi

Einn listi bauð fram til sveitarstjórnar í Tjörneshreppi og var hann því sjálfkjörinn svo ekki þurfti að boða til sveitarstjórnarkosningar í hreppnum á laugardag. 

Innlent
Fréttamynd

R-listinn er málið

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sagðist í viðtölum í gær óska sér að Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og VG mynduðu meirihluta í borginni. Þetta er mynstur sem vísar til Reykjavíkurlistans sem náði völdum af Sjálfstæðisflokknum 1994 og stýrði borginni í þrjú kjörtímabil, til 2006.

Skoðun
Fréttamynd

Einar fundar einslega með öllum oddvitunum

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Dagur hefur ekki svarað sím­tölum Hildar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 

Innlent