Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar

Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna.

Skoðun
Fréttamynd

Þú átt 5.741.000 kr.

Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður í for­ystu í aukinni um­hverfis­vernd

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi.

Skoðun
Fréttamynd

Fagna á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar eftir mikið vatns­tjón: „Þetta lýsir því bara hvað að­stæður eru ó­við­unandi“

Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Biðst afsökunar á að hafa ekki upplýst almenning

Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi fyrirkomulag sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

Innlent
Fréttamynd

Betri bær fyrir börn og unglinga

Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðningarstyrkur Reykjavíkurborgar

Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur

Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það er verk að vinna í Hafnar­firði

Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að bregðast við!

Hveragerði hefur alltaf verið mikill íþrótta- og útivistarbær. Við erum með eitt fallegasta útisvæði landsins undir Hamrinum, gríðarleg tækifæri til uppbyggingar á Grýluvallarsvæðinu og einstaka sundlaug í Laugarskarði. En betur má ef duga skal.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Semur eigin lög og texta

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ

Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. 

Skoðun
Fréttamynd

Auknar fé­lags­legar að­gerðir í kjöl­far Co­vid-19

Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum.

Skoðun
Fréttamynd

„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona út­boði“

Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjaldan býr einn þá tveir deila

Hópbúseta, þegar margir aðilar sem eru ekki endilega tengdir fjölskylduböndum deila heimili að einhverju eða öllu leyti, hefur marga kosti fram yfir hefðbundna einangraða búsetu. Hún auðveldar fólki að deila kostnaði og eykur möguleika á samvinnu og félagslegum tengslum.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkjum fjölskyldutengslin

Börnum sem líður vel, farnast vel. Því er velferð og rödd þeirra lykilatriði í þeirra umhverfi og lífi. Píratar vilja að Reykjavík sé barnvæn borg sem styðji fjölbreyttar gerðir fjölskyldna.

Skoðun
Fréttamynd

Varð­veitum söguna

Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er spurning um traust

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki?

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju X við K?

Það hlýtur að segjast að ALLIR sem sitja nú í bæjarstjórn hafa lesið strípurnar um Jón og Gretti eða séð teiknimyndina. Mögulega haft hana með sér sem rök þegar ákvörðunin var tekin. Vegna þess að nýju reglurnar sem bornar hafa verið til ykkar, já bornar til ykkar kjósenda. Þið þurfið ekki að samþykkja þær.

Skoðun