Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Ekki bara eldri karlar í Fram­sóknar­flokknum“

Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Auðvitað ekki hægt að tapa“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var sigurreifur í ræðu sem hann hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku flokksins á Hótel Nordica, eftir að fyrstu tölur kvöldsins bárust úr Norðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Sósa­listar eru Kviss-meistarar flokkanna

Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til Alþingis tókust á í svokölluðum „Fimmföldum,“ sem er liður í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2, nú í kvöld. Vinstri græn voru þar atkvæðamest og báru sigur úr býtum.

Lífið
Fréttamynd

Þóra hans Bjarna segir umræðuna oft óvægna

Þóra Margrét Baldvinsdóttir segir engan fara í þingmennsku nema af einhverri hugsjón. Umræðan sé oft óvægin og hún myndi vara börnin sín við umhverfinu hefðu þau áhuga á að leggja þingmennskuna fyrir sig.

Lífið
Fréttamynd

Bjartsýni, bjartsýni og aftur bjartsýni

Formenn stjórnmálaflokkanna eru sumir búnir að ákveða hvert þeir ætla að leita fyrst til í stjórnarmyndunarviðræðum þegar niðurstöður kosninga verða ljósar. Aðrir halda þétt að sér spilunum.

Innlent
Fréttamynd

Hlýddi mömmu og skellti sér með bjór á kjörstað

Zakarías Friðriksson var á meðal þeirra sem skelltu sér á kjörstað í Smáranum í dag. Zakarías er harður stuðningsmaður Breiðabliks og skaust af leik sinna manna gegn HK í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag til að kjósa.

Innlent
Fréttamynd

„Held að fólk þrái breytingar“

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, varði deginum á fjalli. Hann greiddi atkvæði utan kjörfundar fyrr í vikunni og fór því í staðinn í góðan göngutúr með Benedikt Jóhannessyni, mági hans.

Innlent
Fréttamynd

Kjósum eins og fram­tíðin - fyrir fram­tíðina

Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru brotnar niður eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost.

Skoðun
Fréttamynd

Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum

Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Segir mikilvægt að fella ríkisstjórnina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjördaginn hafa byrjað vel. Hún hafi hitt fólk á kosningaskrifstofu Viðreisnar og dagurinn hafi verið góður. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli og frjálslynd miðjustjórn taki við.

Innlent
Fréttamynd

Ekki betra að hlutir gerist hratt, heldur vel

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býst við spennandi kosningu og að niðurstaðan muni ekki liggja fyrir fyrr en seint í nótt. Húnmun verja deginum í að heimsækja kosningamiðstöðvar, hitta fólk og hringja í kjósendur og ræða við þá sem koma í kosningamiðstöðvarnar.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlega bjartsýn fyrir daginn

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er mjög bjartsýn en ber blendnar tilfinningar gagnvart kjördeginum. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og segist hún spennt fyrir niðurstöðunum í kvöld.

Innlent