Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Það skiptir máli hverjir stjórna“

Vinstri Græn ganga nú til kosninga undir kjörorðinu: „Það skiptir máli hverjir stjórna.“ Það er þakkarvert að VG skuli minna kjósendur á hverju „stjórn“ þeirra á heilbrigðisráðuneytinu hefur skilað á fjórum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Öruggt þak yfir höfuðið

Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Skoðana­kannanir fyrir kosningar valdi fjár­festum á­hyggjum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aftakaveður í kortum á kjördag

Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn.

Innlent
Fréttamynd

Við getum eytt bið­listunum því við höfum gert það áður

Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin í sókn

Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er heimilis­læknirinn minn?

Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Skattalækkanir sem nýtast öllum

Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt.

Skoðun
Fréttamynd

Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar

Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga.

Skoðun
Fréttamynd

Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði

Viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst hratt á undanförnum árum. Skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt, en þrátt fyrir það eru stjórnvöld lengi að taka við sér. Í áratugi hafa fyrirbyggjandi aðgerðir stjórnvalda falist í hræðsluáróðri, skrímslavæðingu og stríði gegn vímuefnum - en það sem gleymist er að stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn vímuefnaneytendum.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um Evrópu­sam­bandið

Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn og Vinstri græn með flest spil á hendi

Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Viðreisn koma oftast við sögu í mögulegum ríkisstjórnum eftir kosningar, ef marka má þingsætaspá Morgunblaðsins, sem byggir á þremur síðustu könnunum MMR fyrir blaðið.

Innlent
Fréttamynd

Við erum öll hinsegin

Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt.

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins

Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningastefna kynnt á Sósíalistaþingi

Á Sósíalistaþingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag var afgreidd kosningastefnuskrá Sósíalistaflokksins undir kjörorðinu Stórkostlegt samfélag. Stefnan byggir á einstöku tækifæri Íslendinga til að byggja hér upp réttlátt, öruggt og öflugt samfélag byggt á jöfnuði og samkennd. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera í næstu ríkisstjórn

Stefna Sjálfstæðisflokksins er gömul og rótgróin en á jafn vel við í dag og árið 1929 þegar flokkurinn var stofnaður. Frjálslyndi í takt við skynsamlega íhaldssemi hefur tryggt þjóðinni þann árangur sem við höfum náð. Flokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem nýtur hvað mests fylgis og verið burðarás í íslensku samfélagi. Á þeirri tæpu öld sem liðin er frá stofnun flokksins hefur Ísland færst frá því að vera með fátækustu þjóðum Evrópu í það að vera með þeim ríkustu.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðisskimun allra er réttlætismál

Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni.

Skoðun
Fréttamynd

Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil

Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Amma mín og bensíndælan

Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningapróf Kjóstu rétt og Vísis: Hver er flokkurinn þinn?

Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. Ein leið til að átta sig á því hvaða flokk maður passar vel við er að taka kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt.

Innlent
Fréttamynd

Er fullreynt með fullveldið?

Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar litlu málin verða stóru málin

Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin.

Skoðun
Fréttamynd

ADHD - Skítugu börnin hennar Evu?

ADHD er stórt og mikilvægt heilbrigðisverkefni sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Stórt verkefni, en virðist á engan hátt vera í forgangi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að enginn vilji taka þetta verkefni að sér almennilega og allir innviðir eru löngu sprungnir.

Skoðun