Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Mikil­vægasta launa­viðtalið

Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings?

Skoðun
Fréttamynd

Burt með bar­áttu­söngva úr virkjunar­kafla stóriðju­stefnunnar

Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir.

Skoðun
Fréttamynd

Vel­ferðar­sam­félag í anda jafnaðar­menns­kunnar

Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk.

Skoðun
Fréttamynd

„Hefur þú ekkert að gera?”

Ég heyri þetta oft, sérstaklega þegar ég segi frá nýjustu hugmyndum eða verkefnum sem ég læt plata mig út í. Verkefnum sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.

Skoðun
Fréttamynd

Sagði að Þór­dís myndi undir­rita vegna tengsla Bjarna við Hval

Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í að­stöðu til að veita veiði­leyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Tekist á um sam­göngur í Norðvesturkjördæmi

Oddvitar í Norðvesturkjördæmi koma saman á opnum fundi á Ísafirði í dag þar sem meðal annars verður rætt um samgönguinnviði og Vestfjarðarlínu. Innviðafélag Vestfjarða heldur fundinn þar sem farið verður yfir hvernig forsvarsmenn flokka bregðast við ákalli um stórátak í uppbyggingu samgönguinnviða.

Innlent
Fréttamynd

For­maður Mið­flokksins er opinn fyrir sér­lögum um virkjanir

Almenn samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokkanna um mikilvægi þess að afla frekari grænnar orku, sé tekið mið af svörum oddvita þeirra í könnun sem Samtök atvinnulífsins lögðu fyrir þá í aðdraganda kosningafundar. Formenn Miðflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Samfylkingar eru áfram um að einfalda leyfisveitingarferlið til orkuöflunar, en á ólíkum forsendum þó.

Innherji
Fréttamynd

Ekki púað á Snorra

Ein mest lesna frétt fréttavefsins Mannlífs um þessar mundir er undir fyrirsögninni „Púað á Snorra“. Eitthvað er það málum blandið og við ritun og birtingu fréttarinnar gerði Reynir Traustason ritstjóri þau örmu mistök að upplýsa um heimildarmann sinn – í ógáti.

Innlent
Fréttamynd

„Á­sakanir Jóns Gunnars­sonar eru rangar“

Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. 

Innlent
Fréttamynd

Bless Borgar­lína, halló Sunda­braut

Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum.

Skoðun
Fréttamynd

Pall­borðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?

Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag er rætt við frambjóðendur þeirra flokka sem fengju einna flest þingsæti á Alþingi samkvæmt könnunum, sumir hafa verið að sækja á en fylgi annarra að dala. Þátturinn verður í beinni útsendingu og hefst klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Fimm pró­sent segja inn­flytj­enda­málin mikil­vægust

Efnahagsmál eru að flestra mati mikilvægasta mál komandi kosninga, en heilbrigðismál rata oftar á lista fólks yfir þau fimm málefni sem leggja þurfi áherslu á. Þrátt fyrir að hafa farið hátt í umræðunni telja aðeins fimm prósent að innflytjendamál séu mesta forgangsmálið.

Innlent
Fréttamynd

Er húsið tómt?

Í aðdraganda kosninga er eðlilega bitist um leiðina fram á við. Þar eru línur nú hratt að skýrast. Við tölum fyrir sígandi lukku, lægri álögum, minni ríkisrekstri og meira frelsi til atvinnu og athafna.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með ungu fólki

Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um fólkið, ekki kerfin

Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla.

Skoðun
Fréttamynd

Tálbeitan var með einka­bíl­stjóra og gisti á Edition

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lágir vextir og gott veður með draum­sýn Við­reisnar um inn­göngu í ESB?

Við höfum glímt við verðbólgu og háa vexti í of langan tíma þótt loks sjáist til sólar í þeim efnum. Verðbólgan hefur minnkað um helming og hratt vaxtalækkunarferli er hafið. Skýringar á mikilli verðbólgu og háum vöxtum hér á landi er ekki meginefni þessarar greinar. Við höfum við glímt við röð erfiðleika líkt og aðrar þjóðir, s.s. heimsfaraldur og stríð, sem hefur orsakað innflutta verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Hægri­flokkarnir boða ó­jöfnuð fyrir ís­lenska skóla

Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Segir hafa verið njósnað um son hans

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans.

Innlent
Fréttamynd

Opin­berir starfs­menn: Bákn eða bú­stólpi?

Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast.

Skoðun