„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. Innlent 12. febrúar 2022 15:03
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. Innlent 12. febrúar 2022 11:57
Björn vill þriðja sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Björn Gíslason, borgarfulltrúi og formaður Fylkis, gefur kost á sér í þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í próofkjöri fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 12. febrúar 2022 10:47
Ragnhildur Alda boðar oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún fer þar upp á móti Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa, sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningum. Innlent 12. febrúar 2022 10:37
Katrín með Covid Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með Covid-19. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni í dag. Innlent 12. febrúar 2022 10:25
Framtíðin er að renna okkur úr greipum Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Skoðun 12. febrúar 2022 07:31
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Innherji 12. febrúar 2022 01:12
Bankarnir sýni heimilunum svigrúm Forsætisrráðherra og fjármálaráðherra segja góða stöðu banka í eigu ríkisins koma sér vel með miklum argreiðslum í ríkissjóð sem nýtist til fjármögnunar félagslegra verkefna. Fjármálaráðherra segir heimilin þó standa vel og vanskil þeirra séu í algeru lágmarki. Innlent 11. febrúar 2022 19:30
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. Innlent 11. febrúar 2022 19:20
Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. Innlent 11. febrúar 2022 19:01
Fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk – mannréttindi og lýðræði Reykjavíkurborg hefur verið í örri þróun síðastliðin ár og á kjörtímabilinu sem bráðum líður undir lok höfum við sett okkur stefnu í ýmsum málum má þar meðal annarra nefna Lýðræðisstefnu, Menningarstefnu, Menntastefnu, Lýðheilsustefnu og Græna planið. Skoðun 11. febrúar 2022 17:00
Reykjavíkurborg styrkir Hringiðu um rúmar tíu milljónir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups undirrituðu í morgun samstarfssamning sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Viðskipti innlent 11. febrúar 2022 15:47
Betri borg fyrir dýr Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Skoðun 11. febrúar 2022 15:31
Ráðuneyti í lögvillu Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Skoðun 11. febrúar 2022 15:01
Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Innlent 11. febrúar 2022 14:26
Ráðherra vill friðmælast við leigubílstjóra Einar Hafsteinn Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum, átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra nýverið. Einar segir að ráðherra hafi gefið til kynna að hann myndi tala fyrir því að stöðvaskylda verði inni í nýju frumvarpi um leigubílaakstur. Innlent 11. febrúar 2022 11:30
Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. Innlent 11. febrúar 2022 11:20
Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. Viðskipti innlent 11. febrúar 2022 11:13
Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Innherji 11. febrúar 2022 11:06
Ríkisstjórnin fundar um afléttingar Nú stendur yfir ríkisstjórnarfundur þar sem meðal annars er rætt um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. Fregna af fundinum er beðið með mikilli eftirvæntingu en sóttvarnalæknir skilaði nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra í gær. Innlent 11. febrúar 2022 09:55
Þessi nöfn koma til greina á sameinuðu sveitarfélagi Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar. Innlent 11. febrúar 2022 09:54
Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar! Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Skoðun 11. febrúar 2022 09:02
Bein útsending: Græna planið og grænar fjárfestingar Opinn fundur Reykjavíkurborgar þar sem farið verður yfir græn fjárfestingarverkefni sem miða að því að skapa vistvænni framtíð í borginni verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 9 og 11 í dag. Innlent 11. febrúar 2022 08:31
Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. Innherji 11. febrúar 2022 08:03
Hvar á fólk að búa? Vandi húsnæðiskerfisins á Íslandi er í senn afar flókinn og mjög einfaldur. Hann er flókinn því lausnin krefst aðkomu margra aðila en á sama tíma einfaldur í því að hann liggur í aðeins tveimur þáttum. Húsnæði er of dýrt og eigið fé fólks er of lítið. Skoðun 11. febrúar 2022 08:01
Velferðartækni – tækifæri til framtíðar Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Skoðun 11. febrúar 2022 07:30
Þætti vænt um ef bankarnir kæmu með tillögu um hvernig létta á undir heimilunum Stóru viðskiptabankarnir þrír skila allir methagnaði á síðasta ári enda höfðu stjórnvöld gert rekstrarumhverfi þeirra hagstætt í faraldrinum. Innlent 10. febrúar 2022 21:37
Halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að halda opið prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Prófkjörið mun fara fram annað hvort tólfta eða nítjánda mars. Innlent 10. febrúar 2022 20:15
Sagði núverandi stöðu á áfengismarkaði ómögulega og vill leita til EFTA Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra á von á lögfræðiáliti sem snýr að einkarétti ríkisins á smásölu áfengis hér á landi. Í framhaldi af því verður mögulega kallað eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um það hvort lýðheilsusjónarmið að baki undanþágu ríkisins frá EES-samningnum eigi enn við. Innlent 10. febrúar 2022 19:32
Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. Innlent 10. febrúar 2022 19:20