Fyrir Heimaey býður aftur fram og Íris vill leiða listann áfram Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hyggst aftur bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, sækist jafnframt aftur eftir því að leiða listann. Innlent 3. febrúar 2022 11:17
Vonast til að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm í dag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vonast til þess að einangrunartími hér á landi vegna Covid-19 verði styttur úr sjö dögum í fimm. Skoðun á því sé unnin í samvinnu við Covid-göngudeild Landspítalans. Innlent 3. febrúar 2022 11:11
Það skiptir máli hver stjórnar Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Skoðun 3. febrúar 2022 11:01
Elín Björk bætist í oddvitaslag VG í borginni Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 3. febrúar 2022 10:24
Björgvin Páll veltir borgarstjórastólnum fyrir sér Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík? Innlent 3. febrúar 2022 10:20
Hafnarfjörður og húsnæðismarkaðurinn Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Skoðun 3. febrúar 2022 09:31
Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Skoðun 3. febrúar 2022 09:00
Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga. Innherji 3. febrúar 2022 08:54
Sterkur leiðtogi skiptir máli Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Skoðun 3. febrúar 2022 08:31
Starfsmannalög gilda um ríkisendurskoðanda, óháð þrískiptingu ríkisvaldsins Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til embættis ríkisendurskoðanda og til starfsmanna ríkisins almennt, án tillits til þess geira ríkisvalds sem þeir starfa í þjónustu fyrir. Innlent 3. febrúar 2022 07:11
Mosfellingar - ykkar er valið Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Skoðun 3. febrúar 2022 07:01
Jana Katrín vill 2. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Jana Katrín Knútsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. Innlent 3. febrúar 2022 06:07
Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. Innlent 2. febrúar 2022 21:03
Lilja Björg vill áfram leiða í Borgarbyggð Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar. Innlent 2. febrúar 2022 20:00
Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. Innlent 2. febrúar 2022 18:09
Nýsköpunarlandið Reykjavík Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Skoðun 2. febrúar 2022 17:31
Stoð- og stuð í Reykjavík Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Skoðun 2. febrúar 2022 17:00
Meiri Borgarlína Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar. Skoðun 2. febrúar 2022 16:31
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. Innlent 2. febrúar 2022 16:10
Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. Innlent 2. febrúar 2022 12:50
Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. Innlent 2. febrúar 2022 10:36
Markmiðið er skýrt Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari. Skoðun 2. febrúar 2022 10:01
Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Innlent 2. febrúar 2022 08:53
Látum verkin tala Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. Skoðun 2. febrúar 2022 07:30
Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi. Innlent 2. febrúar 2022 07:06
Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. Innlent 1. febrúar 2022 23:11
Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010. Innlent 1. febrúar 2022 19:20
Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. Innlent 1. febrúar 2022 18:21
Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. Innlent 1. febrúar 2022 16:45
Leggja til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra líkt og landlæknir og heyri því beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni í nýju frumvarpi að sóttvarnalögum. Innlent 1. febrúar 2022 16:12