Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þór­dísar

Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­menn ráð­herra þurfa nú að líta í kringum sig

Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi vill fara fram fyrir Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­flokkarnir funda hver í sínu horni

Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vill vera odd­viti á­fram og hlakkar til slagsins

Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið.

Innlent
Fréttamynd

Sex milljarðar í tekjur af nikó­tíni á næsta ári

Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Neytendur
Fréttamynd

Úti­lokar ekkert en mundar tuskuna gegn smjörklípunum

„Ég bíð við símann og fylgist með í gegnum dyrabjölluna heima,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Bjargs íbúðafélags, í léttum dúr þegar hann er inntur eftir því hvort hann vonist til að lenda á uppstilltum lista fyrir þingkosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Stefna kennurum fyrir fé­lags­dóm

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni.

Innlent
Fréttamynd

Við­staddir í Strassbourg fengu smjör­þefinn af pólitískri ólgu á Ís­landi

Stuðla ætti að frekari sameiningu íslenskra sveitarfélaga, veita Reykjavík sérstaka stöðu sem höfuðborg og bæta samskipti sveitarfélaga og ríkis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar Evrópuráðsins. Til stóð að innviðaráðherra ávarpaði sveitarstjórnarþing ráðsins í Strassbourg morgun en viðstaddir fengu í staðinn smjörþefinn af þeirri óvissu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

„Jafn ó­á­byrgt og að slíta stjórninni“

Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 

Innlent
Fréttamynd

Jens Garðar vill oddvitasætið

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn í al­manna­þágu, ekki auð­valds

Nú er staðfest að við göngum til kosninga 30. nóvember næstkomandi. Stjórnmálafólk mun, líkt og venjulega, lofa öllu fögru og tala um mikilvægi þess að reisa við heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, innviði, að ná niður verðbólgu og vöxtum.

Skoðun
Fréttamynd

Andrés og Sunna á­fram og borgar­full­trúi undir feldi

Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur.

Innlent
Fréttamynd

Styðjum fólk í sjálf­bærari neyslu

Lausnir á stærstu grænu áskorunum samtímans virðast oft vaxa stjórnmálafólki í augum – hvort sem er umgengni við auðlindir Jarðar, sú virðing sem við sýnum vistkerfum eða hvernig á að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr að­stoðar­maður rétt fyrir ríkisstjórnarslit

Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún hóf störf í síðustu viku einungis nokkrum dögum áður en ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar baðst lausnar.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar af dag­skrá

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvað verður um verð­bólguna í janúar?

Nokkuð miklar líkur eru á því að verðbólga muni lækka mjög hratt í upphafi næsta árs og það hraðar en bjartsýnustu verðbólguspár gera ráð fyrir. Sú þróun mun skapa umhverfi til skarpara og hraðara vaxtalækkunarferlis en flestir telja líklegt.

Innherji
Fréttamynd

Fram­boðin þurfi að vanda sig

Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir mikilvægt að öll framboð hugi að formsatriðum við skil á sínu framboði. Frestur er til 31. október til að skila inn framboðslistum. Kristín hvetur einnig framboðin til að nota rafræn meðmælendakerfi. 

Innlent
Fréttamynd

„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt

Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna.

Innlent