Það hafi víst verið haft samráð og samtal Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og kalla eftir nýrri löggjöf. Innlent 3. september 2024 20:46
Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. Innlent 3. september 2024 19:33
Öll ríki Evrópu eru smáríki í alþjóðlegu samhengi Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segir öll ríki Evrópu vera smáríki, sem verði undir í alþjóðlegri samkeppni vinni þau ekki nánar saman. Mikilvægi Íslands og Noregs hafi aukist eftir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 3. september 2024 19:21
Fjórar myndir af Íslandi Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Skoðun 3. september 2024 18:31
Ákvörðun handan við hornið Dómsmálaráðherra ætlar að tilkynna ákvörðun sína varðandi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara á allra næstu dögum. Þetta sagði hún eftir fund ríkisstjórnar í morgun. Innlent 3. september 2024 16:30
Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. Innlent 3. september 2024 13:55
„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Innlent 3. september 2024 12:36
Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann. Neytendur 3. september 2024 12:32
Afneitun alkans Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur. Skoðun 3. september 2024 11:30
Andri nýr alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins Andri Lúthersson hefur tekið við starfi alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hlutverk alþjóðafulltrúa er að vera ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og hafa yfirsýn og halda utan um erlend samskipti forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Innlent 3. september 2024 10:58
Húseigendur og leigjendur vilja nýja löggjöf og kalla eftir samráði Leigjendur og húseigendur lýsa yfir mikilli óánægju með breytingu á húsaleigulögum. Forsvarsfólk þeirra segir að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Kallað er eftir nýrri húsaleigulöggjöf. Innlent 2. september 2024 21:00
Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. Innlent 2. september 2024 17:57
Vextir án vaxtar Stýrivaxtastefna Seðlabankans (hávaxtastefnan) hefur reynst heimilum landsins og fyrirtækjum erfiður ljár í þúfu. Hávaxtastefnan kyndir undir og viðheldur hárri verðbólgu. Hávaxtastefnan hækkar verð á vörum og þjónustu ekki einungis á markaði heldur einnig hjá opinberum aðilum. Skoðun 2. september 2024 15:00
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. Innlent 2. september 2024 09:21
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Innlent 2. september 2024 08:35
Vildarpunktarnir eru runnir út Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Skoðun 2. september 2024 08:03
Fréttamaðurinn hafi vart getað varist hlátri Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir. Innlent 1. september 2024 16:16
Er ekki allt í gulu? Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Um er að ræða mikilvæga og árlega vitundarvakningu þar sem fjölmargir taka höndum saman og vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. Í gulum september sameinumst við á þeirri vegferð að vekja upp von. Skoðun 1. september 2024 08:02
Smelltu Kristrúnu í hitasætið og kalla eftir aðgerðum Ungt jafnaðarfólk kallar eftir „verulegum skattahækkunum“ á stórtæka íbúðaeigendur, stóraukinni aukningu á uppbyggingu óhagnaðardrifinna leiguíbúða, og að fólk fái hundrað prósent launa sinna greidd í fæðingarorlofi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun landsþings Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í Hafnarfirði í dag. Innlent 31. ágúst 2024 21:38
Treystir sér til formennsku ef Bjarni hættir Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól, en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. Innlent 31. ágúst 2024 20:45
Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Innlent 31. ágúst 2024 15:41
Guðlaugur Þór miður sín vegna hraðaksturs „Það liggur bara fyrir að þarna var farið óvarlega, það er ekki gott og mér þykir það miður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson spurður út í hraðakstur ráðherrabíls hans í vikunni. Innlent 31. ágúst 2024 15:35
Alþingi fyrir sérhagsmuni? Nú líður að nýju þingi í sögu lýðveldisins, en fá mál vöktu meiri athygli við þinglok síðastliðið vor en kaup Kaupfélags Skagfirðinga, KS, á öllu hlutafé í kjötiðnaðarfyrirtækinu Norðlenska á Akureyri. Skoðun 31. ágúst 2024 15:00
„Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Innlent 31. ágúst 2024 14:18
Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. Innlent 31. ágúst 2024 12:32
Blæs á gagnrýni á bjartari Friðarsúlu Friðarsúlan í Viðey mun skína skærar eftir að viðgerð á henni lýkur í september. Ristjóri Stjörnufræðivefsins gagnrýnir breytinguna en borgarfulltrúi segir verkið eiga enn meira erindi nú en áður og fólk hljóti að geta lifað með skærari geisla. Innlent 31. ágúst 2024 12:31
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Innlent 31. ágúst 2024 12:25
Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Skoðun 31. ágúst 2024 09:31
Dagarnir miklu fleiri hjá Davíð og Ingibjörgu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk greidda 143 ótekna orlofsdaga í starfi borgarstjóra. Dagarnir voru 93 hjá Davíð Oddssyni en fyrirkomulag við greiðslu ótekin orlofs var tekið upp þegar hann var borgarstjóri. Markús Örn Antonsson fékk greidda út 90 ótekna orlofsdaga. Innlent 31. ágúst 2024 07:01
Ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Innlent 30. ágúst 2024 21:00