Dagarnir miklu fleiri hjá Davíð og Ingibjörgu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk greidda 143 ótekna orlofsdaga í starfi borgarstjóra. Dagarnir voru 93 hjá Davíð Oddssyni en fyrirkomulag við greiðslu ótekin orlofs var tekið upp þegar hann var borgarstjóri. Markús Örn Antonsson fékk greidda út 90 ótekna orlofsdaga. Innlent 31. ágúst 2024 07:01
Ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Innlent 30. ágúst 2024 21:00
Fáheyrð umræða komin á yfirborðið Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Skoðun 30. ágúst 2024 16:03
Áratugur í borginni Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Skoðun 30. ágúst 2024 13:32
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Innlent 30. ágúst 2024 13:05
Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. Innlent 30. ágúst 2024 12:34
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Innlent 30. ágúst 2024 12:13
Nú árið er liðið í aldanna skaut Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Skoðun 30. ágúst 2024 12:02
Þjálfun varnarviðbragða er dauðans alvara Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Skoðun 30. ágúst 2024 10:00
Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Innlent 30. ágúst 2024 08:22
Lýðheilsuhugsjónin Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Skoðun 30. ágúst 2024 07:32
Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. Innlent 30. ágúst 2024 06:24
Vilja koma böndum á AirBnb leigu á Íslandi Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stefna í þungan þingvetur. Hún á von á því að stærstu málin framundan á þingi verði húsnæðis- og efnahagsmál. Hún boðar nýtt útspil Samfylkingarinnar þar sem, meðal annars, verður kynnt nýtt inngrip á AirBnb skammtímaleigu á Íslandi. Kristrún ræddi komandi þingvetur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Innlent 29. ágúst 2024 22:12
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Innlent 29. ágúst 2024 12:07
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ Innlent 29. ágúst 2024 08:55
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. Innlent 29. ágúst 2024 08:22
Fullviss að Guðrún standi með sér Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum. Innlent 29. ágúst 2024 06:28
Katrín tekur sæti í háskólaráði HÍ Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefur tekið sæti í háskólaráði Háskóla Íalands til næstu tveggja ára. Meðal verkefna háskólaráðs er að marka heildarstefnu í málefnum háskólans og setja reglur um starfsemi háskólans á grundvelli laga. Þá fer háskólaráð með úrskurðarvald í málefnum skólans. Innlent 28. ágúst 2024 21:49
Bylting í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar Í dag var gengið frá samkomulagi um mestu framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Alger bylting verður á í nýjum húsakosti bókasafns bæjarins, að sögn bæjarstjórans. Innlent 28. ágúst 2024 19:21
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. Innlent 28. ágúst 2024 18:32
Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. Innlent 28. ágúst 2024 14:31
Ein þjóð í einu landi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Skoðun 28. ágúst 2024 12:32
Sanna orðin vinsælust Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Innlent 28. ágúst 2024 11:51
VG er týnd Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Skoðun 28. ágúst 2024 11:00
Lýsir ófremdarástandi í skilum ársreikninga Ríkisendurskoðun lítur mjög alvarlegum augum að tæplega fjórðungur sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá hafa skilað ársreikningi. Frestur til skila var þann 30. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 28. ágúst 2024 10:22
„Kaldar kveðjur“ að hið opinbera viðhaldi spennu á vinnumarkaði Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum. Innherji 28. ágúst 2024 07:29
Keppendur, fyrirmyndir og fordómar Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Skoðun 28. ágúst 2024 07:01
Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Innlent 27. ágúst 2024 23:43
Öll kerfi Alþingis liggja niðri til morguns Öll kerfi Alþingis liggja niðri frá klukkan 16 til 24 í dag vegna vinnu við flutning á miðlægum búnaði. Innlent 27. ágúst 2024 21:15
Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Innlent 27. ágúst 2024 20:40