Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hækkandi sól, sumar­frí og Bríet á bossanum

Létt er yfir landanum þessa dagana þar sem sólin hefur heiðrað okkur Íslendinga með nærveru sinni. Samfélagsmiðlarnir eru skreyttir sólbrúnum kroppum, ferðalögum og öðrum herlegheitum hvort sem er innanlands eða erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Stjörnum prýtt Gossip Girl af­mæli á Geysi

Elín Svafa Thoroddsen eigandi glæsihótelsins Geysis fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt liðna helgi á hótelinu í Haukadal. Helstu áhrifavaldar landsins voru meðal gesta auk þekktra tónlistarmanna. Þema veislunnar var í anda Gossip Girl þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Síðasta ár má fokka sér fjandans til“

Stjörnur landsins virðast koma sér hægt og rólega af stað inn í nýja árið. Heilsusamleg markmið, ræktarmyndir og þakklætispistlar þar sem farið er yfir liðið ár eru áberandi á samfélagsmiðlum þessa dagana. Þó eru sumir sem vilja gleyma árinu 2023. Það megi „fokka sér fjandans til“.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Jóla­gleði, rauðar varir og IceGuys

Stórafmæli, tónleikar og almennur jólaundirbúningur var áberandi hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Stjörnulögfræðingurinn Villi Vill fór út á lífið á Ítalíu með knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, Sigga Beinteins og kærastan hennar, Eygló Rós fóru á Kjarval á meðan Logi Bergmann skemmti sér á tónleikum Auðar í Iðnó á laugardagskvöldið.

Lífið