Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Veigar Áki steig heldur betur upp“

    Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Körfuboltakvöld: Hvernig var þetta leyft?

    Tindastóll sótti sigur í Smárann í síðustu umferð Subway deildar karla þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum. Þar munaði miklu um frábæran stuðning sem liðið fékk á áhorfendapöllunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi tók út and­vöku­næturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“

    „Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

    Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“

    „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þegar hann er góður þá vinnur Tinda­stóll flest lið“

    „Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Snýst um að ein­falda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“

    Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég er að horfa í einn kaldann á Hótel Selfoss hjá Bjögga snögga í kvöld“

    „Leikplanið hjá okkur varnarlega gekk upp, náðum að ýta þeim úr því sem þeir eru góðir í. Þetta var mjög vel framkvæmt hjá okkur. Trúin og hvernig við réðumst á þá í framlengingunni sýnir styrk hjá liði sem er búið að tapa fleiri lengjum en það hefur unnið. Það var öflugt að klára þetta,“ sagði glaður Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik

    Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum.

    Körfubolti