
Svali segir enga breytingu á stöðu Kristós hjá Val
Íslandsmeistarar Tindastóls vilja ólmir fá Kristófer Acox, miðherja Vals, í sínar raðir. Formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir enga breytingu á stöðu Kristófers hjá félaginu.
Íslandsmeistarar Tindastóls vilja ólmir fá Kristófer Acox, miðherja Vals, í sínar raðir. Formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir enga breytingu á stöðu Kristófers hjá félaginu.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Subway-deild karla í körfubolta, mun stýra liðinu áfram á komandi tímabili.
Máté Dalmay skrifaði undir fimm ára samning við Hauka á dögunum. Hann hlakkar til að byggja liðið upp til framtíðar og ætlar sér stóra hluti með það þótt hann sé meðvitaður um að ýmis ljón gætu verið á veginum.
Nýliðar Álftanes í Subway deild karla í körfubolta hafa látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og eru þegar búnir að semja við tvo íslenska landsliðsmenn fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild í sögu félagsins.
Ungir leikmenn blómstruðu í Haukaliðinu í Subway deild karla í körfubolta á síðustu leiktíð og nú fær Maté Dalmay annan ungan leikmanna til að vinna með.
Maté Dalmay hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Hauka. Samningurinn er til næstu fimm ára. Haukar greindu frá þessu fyrr í kvöld.
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla.
Eftir átta ár hefur Kjartan Atli Kjartansson ákveðið að segja skilið við Subway Körfuboltakvöld. Hann stýrir Álftanesi í Subway deild karla á næsta tímabili.
Systkinin Kristín, Teitur og Gunnar, afkomendur Örlygs Þorvaldssonar og Ernu Agnarsdóttur, gengu öll úr stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á aukaaðalfundi deildarinnar í gærkvöldi.
Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025.
Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur.
Pavel Ermolinskij vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil þegar hann stýrði Tindastóls til sigurs gegn Val á fimmtudagskvöld. Körfuknattleikssérfræðingurinn Hermann Hauksson segir Pavel vera einstakan.
Sigríður Inga Viggósdóttir, stuðningsmaður Tindastóls í húð og hár, er í skýjunum með árangur meistaraflokks karla í körfuknattleik sem lyfti fyrsta Íslandsmeistarabikarnum eftir spennuþrunginn leik gærkvöldsins.
Tindastóll er Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa unnið fimmta og síðasta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta með minnsta mun. Spennan í úrslitaeinvíginu gat ekki verið meiri.
Kári Jónsson úr Val og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum voru í dag valin leikmenn ársins í Subway deildunum í körfubolta en KKÍ stóð þá fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir.
Fimmtán ára stuðningsmaður Tindastóls hlýtur mikið lof eftir framgöngu sína í gær í kjölfar oddaleiks Tindastóls og Vals. Hlífar er fyrirmyndar stuðningsmaður sem lagði sitt af mörkum með sjálfboðaliðum Vals.
Þjóðþekktir Íslendingar voru áberandi við svokölluðum „courtside“ sætum sem í boði voru í Origohöllinni að Hlíðarenda í gær á oddaleik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta.
Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr.
Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. Stólarnir fögnuðu vel og rækilega eftir leik og heppinn ungur stuðningsmaður fékk verðlaunapening Pavels Ermolinski, þjálfara Tindastóls.
Ef það var einhver Tindastólsmaður sem var búinn að bíða eftir að sá stóri kæmi á Krókinn þá væri það Herra Skagafjörður sem er búinn að vera með frá upphafi í þessu körfuboltaævintýri fyrir norðan.
Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn.
Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu.
Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda.
„Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“
Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball.
Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins.
Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld.
Valur Orri Valsson hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leika með félaginu á næstu leiktíð. Valur Orri er fjórði leikmaðurinn sem semur við Grindavík á stuttum tíma.
Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val.