Valskonur þurftu að hafa fyrir hlutunum Valur vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Snæfelli í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 69-57. Körfubolti 13. febrúar 2024 19:59
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 77-73 | Stjarnan stöðvaði sigurgöngu Njarðvíkur Stjarnan vann fjögurra stiga sigur gegn Njarðvík 77-73. Stjarnan var fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Körfubolti 13. febrúar 2024 17:31
Ingvar Þór: Hálfvankaðar í fyrri hálfleik og einbeitingarleysi í fjórða leikhluta Haukum tókst ekki að sækja sigur úr Smáranum þegar liðið heimsótti Grindavík í annarri umferð efri hluta Subway deildar kvenna. Haukarnir stóðu í heimakonum allan leikinn en vantaði herslumuninn þegar á reyndi. Lokatölur 83-79 Grindavíkursigur. Körfubolti 11. febrúar 2024 22:22
Umfjöllun: Grindavík - Haukar 83-79 | Vantaði herslumuninn hjá Hafnfirðingum Grindavík tók á móti Haukum í Smáranum í annarri umferð efri hluta Subway deildar kvenna. Haukarnir stóðu í heimakonum allan leikinn en vantaði herslumuninn þegar á reyndi. Lokatölur 83-79 Grindavíkursigur. Körfubolti 11. febrúar 2024 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 63-102 | Upprúllun hjá Keflavík Keflavík valtaði yfir Stjörnuna þegar liðin mættust í A-hluta Subway-deildar kvenna í dag. Keflavík vann síðari hálfleikinn í dag með tuttugu og átta stigum. Körfubolti 10. febrúar 2024 18:37
„Við hörmum að hafa brugðist trausti nágranna okkar“ Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna félagaskipta sem settu allt á hliðina. Körfubolti 8. febrúar 2024 19:18
Staðfestir að skórnir séu farnir upp í hillu fyrst skiptin fóru ekki í gegn Irena Sól Jónsdóttir, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga, segist hætt í körfubolta fyrst félagaskipti hennar til Njarðvíkur fóru ekki í gegn. Vísir greindi frá þessu fyrr í dag en nú hefur Irena Sól staðfest þetta. Körfubolti 8. febrúar 2024 17:35
Njarðvíkingar neita að tjá sig um fölsunina Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur enn engin viðbrögð sýnt eftir að Vísir greindi frá fölsunarmáli sem komið er inn á borð KKÍ. Körfubolti 8. febrúar 2024 10:31
„Fyrsta sinn sem svona mál kemur upp“ Körfuknattleikssamband Íslands er með á sínu borði meinta fölsun félagsskiptapappíra. Framkvæmdastjóri sambandsins segir málið litið alvarlegum augum. Körfubolti 8. febrúar 2024 07:01
„Ánægður með þessar stáltaugar í lokin“ Njarðvík lagði Grindavík af velli með eins stigs mun 68-67 þegar liðin mættust í 17.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Lengst af leiknum leit út fyrir að sigurinn yrði nokkuð þægilegur fyrir Njarðvík en ótrúlegur endasprettur hjá Grindavík gerði leikinn virkilega spennandi undir lokin. Körfubolti 7. febrúar 2024 22:13
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Grindavík 68-67 | Rosaleg dramatík í Suðurnesjaslagnum Njarðvík vann eins stigs sigur á Grindavík í Subway-deild kvenna. Selena Lott tryggði Njarðvík sigurinn með vítaskotum á lokasekúndunni eftir ótrúlega endurkomu Grindavíkur. Körfubolti 7. febrúar 2024 21:10
Saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift Keflvíkingar eru ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga vegna nýlegra félagaskipta körfuboltakonunnar Írenu Sólar Jónsdóttur. Þeir hafa sent inn kvörtun til KKÍ vegna falsaðrar undirskriftar. Körfubolti 7. febrúar 2024 12:00
Valur og Þór unnu örugga útisigra Valur og Þór unnu örugga útisigra er keppni í neðri hluta Subway-deildar kvenna í körfubolta hófst í kvöld. Körfubolti 6. febrúar 2024 21:34
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 64-90 | Fjórði sigur Hauka í röð Haukar völtuðu yfir Stjörnuna og unnu sannfærandi 26 stiga sigur 64-90. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð á meðan þetta var sjötta tap Stjörnunnar í röð í öllum keppnum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 6. febrúar 2024 20:00
„Við hittum eins og við eigum að vera að hitta“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var afar ánægður með stórsigur gegn Stjörnunni 64-90. Sport 6. febrúar 2024 19:53
Grindvíkingar sækja liðsstyrk til Lúxemborgar Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hina bandarísku Kierra Anthony um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 2. febrúar 2024 22:30
Auðsjáanlegt hversu erfið ákvörðunin var Bjarna Ingvar Þór Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta á nýjan leik. Hann tekur við starfinu af Bjarna Magnússyni sem þurfti að láta af störfum af heilsufarslegum ástæðum. Körfubolti 2. febrúar 2024 08:00
Emilie: Við ætlum að vinna bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn Njarðvíkingar unnu sinn áttunda leik í röð þegar Valskonur litu við í heimsókn í Ljónagryfjuna í 16. umferð Subway deildar kvenna. Leiknum lauk 79-67 og Emilie Hesseldal stýrði sínum konum til sigur, skilaði 28 stigum og 15 fráköstum. Körfubolti 31. janúar 2024 22:31
Umfjöllun og viðtöl Njarðvík-Valur 79-67: Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. Körfubolti 31. janúar 2024 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík tók á móti Stjörnunni í 18. umferð Subway-deildar kvenna nú í kvöld. Þetta var lokaleikur deildarinnar áður en henni verður skipt upp í A deild og B deild. Fyrir leikinn voru Grindvíkingar í þriðja sæti með 20 stig á meðan gestirnir úr Garðabæ sátu sæti neðar með 18 stig. Svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur eftir afar skemmtilega leik. Lokatölur hér í Smáranum 80-72 Körfubolti 30. janúar 2024 23:40
„Deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist hafa verið sáttur við leik sinna kvenna gegn Grindavík í dag. Grindavík vann átta stiga sigur en sprækar Stjörnustúlkur spiluðu mjög vel á köflum í dag þó svo að Grindavík hefði náð að halda þeim ágætlega frá sér stærstan hluta leiksins. Körfubolti 30. janúar 2024 23:09
Toppliðið ekki í vandræðum og Haukar lögðu Fjölni Keflavík, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta, vann öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti Þór frá Akureyri í kvöld, 97-68. Á sama tíma unnu Haukar sex stiga sigur gegn Fjölni, 58-52. Körfubolti 30. janúar 2024 20:58
Ingvar tekur við keflinu hjá Haukum Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Ingvar Þór Guðjónsson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins í körfubolta. Körfubolti 30. janúar 2024 20:16
Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Körfubolti 26. janúar 2024 08:01
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Keflavík 79-77 | Valskonur stöðvuðu Keflavíkurmulningsvélina Valskonur sýndu ótrúlegan karakter og færðu Keflavíkurkonum sinn annan ósigur í vetur í dramatískum leik. Téa Adams skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir. Körfubolti 24. janúar 2024 23:24
Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. Körfubolti 24. janúar 2024 22:59
Bjarni lætur af störfum hjá Haukum Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í Subway deild kvenna hefur óskað eftir því að láta af störfum sem þjálfari liðsins vegna persónulegra ástæðna. Körfubolti 24. janúar 2024 18:45
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. Körfubolti 24. janúar 2024 13:29
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 74-65 | Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni Haukar unnu níu stiga sigur gegn Stjörnunni í Ólafssal 74-65. Heimakonur tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 23. janúar 2024 21:28
Bjarni: Það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar tali um annað Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með níu stiga sigur gegn Stjörnunni 74-65. Bjarni var sérstaklega ánægður með hvernig liðið setti tóninn í upphafi leiks. Sport 23. janúar 2024 21:20