Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Forsætisráðherra hitar upp fyrir Airwaves

Katrín Jakobsdóttir er mikill aðdáandi Airwaves-hátíðarinnar og hlóð því í sérstakan lagalista til upphitunar fyrir hátíðina sem fer fram dagana 7.–10. nóvember. Katrín segir andrúmsloftið rafmagnað á Airwaves.

Lífið
Fréttamynd

Með teknó-ið djúpt í blóðinu

Rapparinn Elli Grill úr Shades of Reykjavík hefur vakið athygli fyrir einstakan lífsstíl, áhugaverð tónlistarmyndbönd og óhefðbundið rapp. Í nóvember er von á annarri sólóplötu hans, Pottþétt Elli.

Tónlist
Fréttamynd

Skola burt sumrinu með vetrarsmelli

Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius hita upp fyrir jólatónleikana sína í desember með glænýju suðrænu vetrarlagi sem nefnist Vindar að hausti. Um er að ræða brasilískt bossa nova sem ætti að ylja Íslendingum nú í haust og vetur.

Tónlist
Fréttamynd

David Gilmour hrósar Todmobile

David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, henti í hrós við útgáfu Todmobile á stórvirkinu Awaken á YouTube. Horft hefur verið á útgáfu lagsins um 600 þúsund sinnum á YouTube. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum.

Lífið
Fréttamynd

Rappari dó við tökur í háloftunum

Rapparinn kanadíski, Jon James McMurray lét lífið um helgina þegar hann var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Tökurnar fólu í sér að hann gekk á væng lítillar flugvélar í háloftunum.

Erlent
Fréttamynd

Davidson tjáir sig í fyrsta sinn um sambandsslit hans og Grande

Bandaríski grínistinn Pete Davidson rauf í gær þögnina um sambandsslit hans við stórsöngkonuna Ariönu Grande í þættinum Judd & Pete for America, en í síðustu viku var tilkynnt um að parið fyrrverandi hafi slitið samvistum og bundið enda á trúlofun sína.

Lífið
Fréttamynd

Rannsakar eigin rödd betur

Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi söngvari gleðisveitarinnar FM Belfast, hefur sagt skilið við sveitina og hafið sólóferil ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum með ýmsum leik- og listahópum.

Tónlist
Fréttamynd

Heiðra minningu Ettu James

Þrír ungir söngvarar hafa tekið sig saman og ætla að flytja lög Ettu James í Hard Rock á fimmtudag. Tónleikana halda þau til heiðurs söngkonunni en öll hafa miklar mætur á þessari flottu söngkonu.

Tónlist
Fréttamynd

Frá böski yfir í danssmell

Tónlistarkonan Rokky gefur út sitt fyrsta lag í dag og ætlar af því tilefni að snúa aftur til róta sinna með því að böska fyrir utan Dillon.

Tónlist
Fréttamynd

Vinsælli en Sigur Rós á Spotify

Mt. fujitive nefnist íslenskur listamaður sem er gífurlega vinsæll á Spotify. 10 milljónir hafa hlustað á vinsælasta lag hans og yfir milljón manns hlusta á tónlist hans á mánuði. Hann spilar á sínum fyrstu tónleikum hér á landi á Prikinu í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu

Nýjasta plata Emmsjé Gauta, Fimm, kemur út í dag. Hann segir að á þessari plötu opni hann sig töluvert og líkir því við að liggja skorinn uppi á skurðarborðinu. Plötuna má finna á flestum streymisveitum.

Lífið
Fréttamynd

Faðirinn gleðst yfir heilmynd af Amy Winehouse

Enska tónlistarkonan Amy Winehouse, sem lést árið 2011 úr áfengiseitrun, fer í tónleikaferðalag seint á næsta ári. Heilmynd af söngkonunni mun stíga á svið og flytja hennar þekktustu lög, til að mynda Rehab, Valerie og Back to Black.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill fleiri kvenkyns lagasmiði

Tónlistarkonan Hildur hefur snúið sér í auknum mæli að lagasmíðum fyrir aðra tónlistarmenn. Henni hafa borist ótal fyrirspurnir um starfið og því brá hún á það ráð að halda námskeið í faginu.

Tónlist