Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Bashar Murad kemur fram á enda­lokum LungA

Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Við ætlum bók­staf­lega að rífa þakið af húsinu“

Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi.

Tónlist
Fréttamynd

Lauf­ey og Hugi til­nefnd til verð­launa

Laufey og Hugi Guðmundsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir listrænt gildi. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched og Hugi fyrir óratoríuna Guðspjall Maríu. Tilkynnt verður um verðlaunahafann 22. október.

Lífið
Fréttamynd

Rífandi stemning og valdefldar tónlistarkonur

Tónlistarkonan María Agnesardóttir, jafnan þekkt sem MAIAA, hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Hún fagnaði nýrri EP plötu með pompi og prakt í skvísupartýi á Prikinu síðastliðinn föstudag þar sem þemað var stelpukraftur eða „girlpower“.

Tónlist
Fréttamynd

Kosningalag: Ör­þrifa­ráð eða snilldarútspil?

Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. 

Lífið
Fréttamynd

Tón­leikum Nicki Minaj af­lýst vegna fíkniefnahandtöku

Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrr­verandi Ís­lands­meistari gefur út kántríslagara

Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni.

Sport
Fréttamynd

Snerting Egils Ólafs­sonar við lífið og til­veruna

Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Einn stofn­enda Train er látinn

Charlie Colin, bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, er látinn. Hann var 58 ára gamall en hann er sagður hafa látist af slysförum.

Lífið
Fréttamynd

Segir skásta staðinn í bænum í kirkju­garðinum

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, gaf út nýtt lag á væntanlegri plötu, sem ber nafnið Í bríaríi. Hann lýsir laginu sem gleðilegu sumarrokki en það fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi.

Tónlist
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir sumarið 2024

Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru.

Lífið
Fréttamynd

Iceland Airwaves kynnir 22 ný bönd til leiks

Iceland Airwaves hefur kynnt 22 nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hátíðin fer fram 7.- 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur í 25. sinn.

Tónlist
Fréttamynd

Matti og tengdó selja 220 milljóna króna ein­býlis­hús

Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar.

Lífið
Fréttamynd

Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór

Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos.

Lífið
Fréttamynd

„Þægi­leg blanda af von og trega“

„Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan.

Tónlist
Fréttamynd

Fal­leg tón­list GDRN hljómaði ekki nógu vel

Ég hitti mann nýlega sem kvartaði yfir því hve margar íslenskar söngkonur rauli. „Ekki Björk, sko – hún SYNGUR – en svo margar aðrar syngja bara í hálfum hljóðum. Það er varla að þær séu með raddbönd.“

Gagnrýni
Fréttamynd

Þátt­taka Ísraela hafi skemmt mikið

Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“

Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika.

Lífið