Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Tónleikum Bocelli líklega frestað

„Í ljósi tilkynninga stjórnvalda í dag lítur út fyrir að tónleikum Andrea Bocelli verði frestað enn og aftur,“ sendi Sena frá sér í tilkynningu rétt í þessu. 

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift heldur áfram að toppa sig

Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan.

Tónlist
Fréttamynd

Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frum­legri“

Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas.

Lífið
Fréttamynd

Idol-ævin­týri Birkis heldur á­fram

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Tónlist
Fréttamynd

Kanye West orðaður við tuttugu og tveggja ára gamla fyrir­sætu

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar alla þriðjudagsmorgna á FM 957. Í morgun fór Birta yfir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni um helgina. Þá var einnig rætt um ný ástarsambönd þeirra Kim Kardashian og Kanye West sem virðast bæði vera að horfa fram á veginn.

Lífið
Fréttamynd

Uggandi yfir tak­mörkunum en stefna á notkun hrað­prófa

Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana.

Menning
Fréttamynd

CBS elti OMAM til Íslands

Útsendari bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS heimsótti íslensku sveitina Of Monsters and Men hér á landi á dögunum og ræddi við meðlimi bandsins.

Lífið
Fréttamynd

Fyrr­verandi söngvari UB40 látinn

Breski söngvarinn Terence Wilson, einnig þekktur sem Astro, er látinn, 64 ára að aldri. Hann var fyrrverandi söngvari og einn stofnenda bresku reggísveitarinnar UB40.

Lífið
Fréttamynd

„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“

Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar ekki að eyða jólunum ein

Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn.

Lífið
Fréttamynd

Er þetta of líkt til að vera tilviljun?

Á dögunum barst Albumm ábending um ansi lík tónlistarmyndbönd sem komu út með stuttu millibili. Það eru Íslensku sveitirnar Kig & Husk og SOMA en þegar að er gáð eru myndböndin nánast eins, enda er notast við sama myndefni. 

Albumm
Fréttamynd

„Eitthvað næs við að koma heim“

Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur ferna tónleika í næstu viku í Gamla bíó. Þau hafa verið á Íslandi síðustu mánuði vegna Covid-19 en þau voru á tónleikaferðalagi þegar faraldurinn hófst.

Tónlist
Fréttamynd

Stofutónleikar Superserious hjá góðum grönnum á Granda

Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi.

Tónlist
Fréttamynd

Slá í gegn á Spotify

Píanóleikarinn Magnús Jóhann og bassaleikarinn Skúli Sverrisson senda frá sér plötuna, Án tillits. 

Albumm
Fréttamynd

Jólastöðin er komin í loftið

Jólabörn landsins geta glaðst yfir því að Jólastöð LéttBylgjunnar er komin í loftið. Líkt og á hverju ári breytist LéttBylgjan 96,7 í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalögin hljóma allan sólarhringinn.

Jól