Vestlæg átt leikur um landið Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra. Veður 11.3.2025 07:10
Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Skammt suðvestur af landinu er nú háþrýstisvæði en norðan af landinu er smálægð sem nálgast og veldur vaxandi vestanátt á norðanverðu landinu. Veður 10.3.2025 07:13
Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Innlent 9.3.2025 19:01
Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Innlent 4. mars 2025 10:43
Þung færð fyrir vestan og víðar Færð er nokkuð þung víða um land. Á Suðvesturlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Krýsuvíkurvegi. Innlent 4. mars 2025 08:40
Vindasamt og rigning Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu í dag þar sem má reikna með éljum á vestanverðu landinu, en rigningu eða slyddu austantil í fyrstu. Veður 4. mars 2025 07:10
Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. Innlent 3. mars 2025 20:11
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. Innlent 3. mars 2025 19:10
Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum. Veður 3. mars 2025 14:04
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Innlent 3. mars 2025 10:27
Slydda og snjókoma víða um land Djúp og kröpp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beinir nú éljalofti til landsins, en hiti er nærri frostmarki víða hvar. Veður 3. mars 2025 07:12
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. Innlent 3. mars 2025 06:28
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. Innlent 2. mars 2025 22:19
Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda. Innlent 2. mars 2025 21:35
Holtavörðuheiðinni lokað Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld. Innlent 2. mars 2025 13:13
Appelsínugular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir á Suðurlandi, í Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og Norðurlandi vestra. Veður 2. mars 2025 11:38
Öflug lægð nálgast landið Öflug lægð nálgast landið frá Grænlandshafi og blæs óstöðugu éljaloft. Gengur því á með suðvestanhvassviðri- eða stomri og dimmum éljum, en hvassast er í hryðjum suðvestantil. Veður 2. mars 2025 07:30
Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Í gærkvöldi var mikill sjógangur og hvasst á Seltjarnarnesi og bera myndir af ströndinni vott um ægimátt hafsins þegar illa viðrar. Það flæddi ofan í minnst sex kjallara og kröftugar öldurnar lömdust utan í sjávargarðana og dreifði stærðar grjóti um Suðurnesið. Innlent 1. mars 2025 22:23
Gular viðvaranir gefnar út Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi og Suðusturlandi á morgun. Innlent 1. mars 2025 13:57
Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót skaust marga metra upp á land og malbik flettist af göngustíg í Skerjafirði í vonskuveðrinu í nótt. Íbúi til tólf ára segist ekki hafa séð annað eins. Innlent 1. mars 2025 10:34
Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Vegagerðin varar við veginum við Kjalarnesveg í suðurátt. Vegna hárrar sjávarstöðu og hafróts berst grjót og fleira yfir veginn. Innlent 1. mars 2025 09:03
Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra og á Miðhálendinu fyrri partinn í dag. Búist er við slæmu skyggni og færð á vegum. Veður 1. mars 2025 07:53
Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi stýrir veðrinu í dag og má reikna með sunnan hvassviðri eða stormi og rigningu sunnan- og vestantil. Úrkomulítið verður þó á Norðausturlandi. Veður 28. febrúar 2025 07:09
Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Útlit er fyrir suðvestanátt á landinu í dag þar sem víða verður stinningsgola en sums staðar strekkingur. Gera má ráð fyrir éljum sunnan- og vestanlands, en að verði úrkomulítið norðaustantil. Veður 27. febrúar 2025 07:10