Veður

Veður


Fréttamynd

Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun

Veður verður rólegt í dag en það er skammvinn sæla því útlit er fyrir stórviðrum í flestum landshlutum á morgun. Í kvöld nálgast kröpp lægð úr suðri og það gengur í austan 18 metra á sekúndu með rigningu og snjókomu víða, á morgun fara hviður sums staðar yfir 40 metra á sekúndu á norðanverðu landinu.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Klaka­stykki stórskemmdi bíl

Stærðarinnar klakastykki rann af fjölbýlihúsi og olli stórskemmdum á bíl í Grafarvogi í gærkvöldi. Bíllinn er töluvert skemmdur ef ekki ónýtur, að sögn aðstandana eigandans.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóða­hættu

Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­flóð féllu hjá Ólafs­vík

Tvö snjóflóð féllu á veg á milli Ólafsvíkur og Rifs á Snæfellsnesi. Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi á Vesturlandi vegna ofanflóðahættu. Vegurinn er nú lokaður.

Innlent
Fréttamynd

Þungarokkarar komast ekki til Ís­lands

Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.

Lífið
Fréttamynd

„Búumst við hinu versta en vonum það besta“

Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“

Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir landið allt á morgun. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að mikil úrkoma og hláka geti valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Hellis­heiði lokað vegna fastra bíla

Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu flug­ferðum af­lýst

Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferð um brautina gangi hægt

Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Appel­sínu­gular við­varanir bætast við þær gulu

Líkt og greint hefur verið frá eru gular viðvaranir í öllum landshlutum um helgina. Nú er einnig búið að gefa út appelsínugular viðvaranir í þremur landshlutum. Það er á Miðhálendinu, Suðausturlandi og í Breiðafirði.

Veður
Fréttamynd

Gult í kortunum

Gular viðvaranir munu taka gildi klukkan tíu í fyrramálið í þremur landshlutum, klukkutíma síðar mun fjórða viðvörunin taka gildi. Viðvaranirnar eru vegna suðaustanhríðarveðurs.

Innlent