Veður

Veður


Fréttamynd

Öllum dags- og rútuferðum aflýst

Öllum dagsferðum utan höfuðborgarsvæðinsins hjá Reykjavík Excursions hefur verið aflýst vegna veðurs. Auk þess liggja allar ferðir flugrútunnar til Keflavíkur niðri á meðan veðrið gengur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Vara við mjög slæmu veðri

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli á mjög slæmu veðri sem spáð er á morgun, föstudaginn 24. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Suðaustan stormur í helgarkortunum

Það verður ákveðin suðaustanátt á landinu í dag og á morgun með éljaveðri í flestum landshlutum að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Malbikað í veðurblíðunni í borginni

Verið var að malbika á Engjavegi í Laugardalnum þegar ljósmyndari Vísis átti þar leið um í dag. Ekki er algengt að malbikað sé á þessum tíma árs, í febrúar, enda vanalega frekar kalt og blautt.

Innlent
Fréttamynd

Lítils háttar slydda í dag

Gera má ráð fyrir sunnan golu eða kalda í dag og lítils háttar rigningu eða slyddu sunnan- og vestan til. Hins vegar verður léttskýjað á Norður- og Norðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Landhelgisgæslunnar send í sjúkraflug vegna óveðurs

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst síðdegis beiðni frá lækni í Fjarðabyggð um aðstoð þyrlu vegna konu sem þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús í Reykjavík. Vegna óveðurs yfir landinu var ekki unnt að senda sjúkraflugvél eftir konunni.

Innlent