Bifreið fauk út af og veginum var lokað Suðurlandsvegi var lokað um tíma í dag vegna vinds. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna umferðaróhapps eftir að bifreið fauk út af veginum. Innlent 16. október 2022 19:33
Gular viðvaranir enn í gildi og vegir lokaðir Gular viðvaranir eru enn i gildi á Vestfjörðum og nær öllu Norðanverðu landinu vegna hvassviðris og ofankomu. Innlent 16. október 2022 09:40
Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. Lífið 16. október 2022 07:00
Rigning, slydda og gular viðvaranir Í dag er ekki spáð úrkomu sunnantil á landinu en norðantil verður rigning eða slydda. Búast má við snjókomu á heiðum. Vaxandi norðanátt er á landinu, víða 13-20 metrar á sekúndu. Gular viðvaranir taka gildi um norðanvert landið um hádegisbilið í dag. Veður 15. október 2022 08:49
Íslendingar eru allt of latir við að skafa þegar veður breytist Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið slysalaust fyrir sig að mestu þrátt fyrir breytt veðurfar. Lögreglan segir borgarbúa samt ekki nógu duglega að skafa rúðurnar sínar. Innlent 14. október 2022 11:25
Gular viðvaranir norðanlands um helgina Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra um helgina vegna hvassrar norðanáttar og ofankomu. Veður 14. október 2022 10:23
Norðanátt með éljum norðantil en bjart fyrir sunnan Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða átta til þrettán metrum á sekúndu með éljum fyrir norðan og bjart sunnan heiða. Það hvessir í kvöld á má reikna með áframhaldandi norðanátt um helgina. Veður 14. október 2022 07:09
Þurfa að skafa af rúðum og hálka á götum Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa margir að skafa bílrúður sínar áður en þeir halda út í morgunumferðina. Hálka er á götum. Veður 13. október 2022 07:10
Suðvestlæg átt og skúrir um landið vestanvert Veðurstofan spáir suðvestlægri átt og skúrum í dag um landið vestanvert, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Reikna má með að hiti á landinu verði víða á bilinu þrjú til sjö stig. Veður 12. október 2022 07:12
Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. Innlent 11. október 2022 20:51
Fremur vætusamt á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan reiknar með að það verði suðlæg og síðar vestlæg átt á landinu og hlýni í bili. Fremur vætusamt verður á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomuminna á Norðausturlandi. Veður 11. október 2022 07:07
Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu. Innlent 10. október 2022 11:53
Óvissu- og hættustigum aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluembætti um land allt hefur aflýst óvissu- og hættustigum almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin í gær og í morgun. Innlent 10. október 2022 11:50
Komu í veg fyrir tjón á Djúpavogi Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón. Innlent 10. október 2022 09:59
Stormur austantil en lægir smám saman Reikna má með norðvestan hvassviðri eða stormi um landið austanvert í dag og éljum norðaustantil. Veðurstofuan spáir þó að það muni stytta upp í dag og lægja smám saman. Veður 10. október 2022 06:39
Keyrði í fyrsta sinn í snjókomu í gær Paul Dao, bandarískur ferðamaður sem nú er staddur á Akureyri, hafði aldrei nokkurn tímann keyrt í snjókomu fyrr en í gær. Nú vinnur hann að því að endurskipuleggja dvöl sína á landinu en hann er veðurtepptur fyrir norðan. Innlent 9. október 2022 18:12
Hættustigi lýst yfir á Suðurlandi: Búist við að vindhviður nái 60 m/s Almannavarnir hafa í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna veðurspár í dag. Veður 9. október 2022 10:59
Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Veður 9. október 2022 08:25
Aukin skriðuhætta vegna úrkomunnar Vaxandi lægð verður lónandi við austurströndina í dag og fylgir henni mjög hvöss norðanátt og mikil úrkoma á norðanverðu landinu. Á norðausturhorninu má búast við slyddu og snjókomu í dag. Veður 9. október 2022 07:32
Brjálað veður í kortunum Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu. Innlent 8. október 2022 21:47
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. Innlent 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. Innlent 8. október 2022 16:32
Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Innlent 8. október 2022 12:09
Rauð viðvörun vegna stormviðris Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma. Veður 8. október 2022 11:54
Úrkoma á öllu landinu í dag Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í fyrramálið en í dag byrjar veðrið að versna örlítið. Veður 8. október 2022 10:10
Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð. Innlent 7. október 2022 22:14
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. Innlent 7. október 2022 15:53
Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. Innlent 7. október 2022 15:03
Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Innlent 7. október 2022 14:57
Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Innlent 7. október 2022 12:55