Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2023 18:28 Víðir Reynisson segir ekki ólíklegt að veðurvörun fyrir allt landið á þriðjudag verði appelsínugul. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir. Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir.
Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13
„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32