„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Innlent 30. desember 2021 21:54
Nýja árið hefst með gulum viðvörunum Nýja árið hefst á krafti á laugardaginn en gular viðvaranir verða í gildi yfir daginn alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 30. desember 2021 14:31
Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. Innlent 30. desember 2021 11:51
Norðaustanátt og éljagangur um norðan- og austanvert landið Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, en talsvert hægari en í gær. Éljagangur verður um landið norðan- og austanvert, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands. Veður 30. desember 2021 07:08
Allhvöss norðanátt og snjókoma eða él víða á landinu Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu. Veður 29. desember 2021 07:09
Snjóflóðahætta á Tröllaskaga eftir mikla ofankomu Óvissuástandi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga. Töluverð snjókoma hefur verið í nótt. Innlent 28. desember 2021 10:09
Allhvöss norðanátt og drjúg ofankoma á köflum Spáð er norðan- og norðaustanátt í dag og verður strekkingur eða allhvass algengur vindstyrkur. Á norðan- og austanverðu landinu er útlit fyrir snjókomu og gæti orðið nokkuð drjúg ofankoma á köflum. Veður 28. desember 2021 07:34
Norðlægar áttir ríkjandi og frost að tólf stigum Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, yfirleitt á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en að átján metrum á sekúndu syðst á Austfjörðum og með suðausturströndinni. Veður 27. desember 2021 07:09
Allt að tólf stiga frost í dag Í dag verður norðaustanátt á landinu, á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu, en hægari vindur á Norðausturlandi. Víða má búast við éljum, einkum fyrir norðan. Innlent 26. desember 2021 07:32
Bjart og þurrt veður á vestanverðu landinu Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag, en austan strekkingur við suðurströndina. Skýjað og dálítil él austantil, en bjart og þurrt á vestanverðu landinu. Veður 23. desember 2021 07:12
Yfirgnæfandi líkur á rauðum jólum suðvestantil Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og dálitlum éljum við norður- og austurströndina í dag. Annars staðar verður víða léttskýjað og frost núll til tíu stig þar sem kaldast verður í innsveitum á Norðausturlandi, en frostlaust syðst. Veður 22. desember 2021 07:10
Austlægar áttir ríkjandi á stysta degi ársins Veðurstofan segir að austlægar áttir verði ríkjandi í dag, með strekkingi syðst og lengst af frostlausu veðri þar. Annars staðar verður hægari vindur og frystir um mest allt land eftir daginn í dag. Veður 21. desember 2021 07:16
Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Erlent 20. desember 2021 11:41
Hæg suðvestlæg átt og sums staðar þokuloft eða súld Veðurstofan spáir fremur hægri suðvestlægri átt í dag þar sem víða mun létta til á Norður- og Austurlandi. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld suðvestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn. Veður 20. desember 2021 07:25
Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. Erlent 20. desember 2021 06:36
Ár frá hamförunum á Seyðisfirði: „Þetta var erfiður dagur í dag“ Í dag er ár liðið frá því að aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði, sem rifu með tíu hús og skemmdu þrjú til viðbótar. Seyðfirðingar minntust atburðarins með fallegri athöfn í dag þar sem listaverk var afhjúpað sem sýnir húsin sem fóru með skriðunum máluð á litlar upplýstar glerkrukkur. Innlent 18. desember 2021 21:16
Rauð jól í kortunum Enn er útlit fyrir að jólin verði rauð þetta árið. Búast má við mildu veðri næstu daga en þó mun kólna í veðri þegar líður á vikuna. Veður 18. desember 2021 12:17
Milt veður um land allt Mild suðlæg átt er á landinu í dga, skýjað og smá væta með köflum en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu núll til átta stig en mildast sunnan- og vestanlands. Veður 18. desember 2021 07:13
Þrumur og eldingar á Vestfjörðum Þrumur og eldingar heyrðust og sáust víða á Vestfjörðum í dag. Vestfirðingar hafa deilt myndum og myndböndum af látunum og virðast sammála um að þetta sé sjaldgæf sjón. Innlent 16. desember 2021 19:36
Heyrir til tíðinda að enginn viðvörunarborði sé á vef Veðurstofunnar Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. Innlent 16. desember 2021 12:16
Hvassviðri eða súld vestantil fyrri partinn Veðurstofan spáir suðaustan hvassviðri og rigningu eða súld á vestanverðu landinu fyrri part dags. Heldur hægari vindur og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 16. desember 2021 07:35
Líklegt að vorveður verði á rauðum jólum Talsverðar líkur eru á því að vorveður verði yfir landinu öllu í næstu viku og fram yfir jól. Nær öruggt er í það minnsta að enginn snjór muni falla þessi jól. Veður 15. desember 2021 17:47
Bætir í vind með deginum og víða líkur á skúrum eða éljum Það bætir í vind með morgninum og má búast við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu um hádegi, en heldur hvassara með suðurströndinni. Einnig hvessir um norðanvert landið í kvöld. Veður 15. desember 2021 07:34
Mjótt á munum hvort úrkoman falli í föstu eða fljótandi formi Spáð er suðvestlægri átt í dag og skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert. Fyrir norðan byrjar dagurinn á austan strekkingi og snjókomu eða slyddu en fljótlega eftir hádegi snýst einnig í suðvestlæga átt þar og rofar til, einkum á Norðausturlandi. Veður 14. desember 2021 07:10
Hvessir úr suðaustri í kvöld og þykknar upp Spáð er fremur hægri suðlægri átt með skúrum eða slydduéljum í dag, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Seinni partinn nálgast svo lægðardrag suðvestan úr hafi og fer því að hvessa úr suðaustri og þykkna upp. Veður 13. desember 2021 07:10
Hvessir í kvöld vegna ört vaxandi lægðar sem nálgast Landsmenn mega eiga von á fremur hægum vindum í dag og léttir smám saman til. Frost veður víða á bilinu núll til fimm stig. Veður 10. desember 2021 07:06
Austlægar áttir og væta með köflum Veðurstofan spáir austlægum áttum í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndum, og vætu með köflum. Úrkomulítið verður þó um landið norðvestanvert. Veður 9. desember 2021 07:53
Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópavogi Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld. Fótbolti 8. desember 2021 20:25
Ekki fýsilegar aðstæður á Íslandi til að „búa til veður“ „Menn hafa í árhundruð reynt að stjórna veðrinu en það var ekki fyrr en í kringum og eftir seinni heimstyrjöldina að vísindin fóru að taka á sig einhverja mynd,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, um tilraunir manna til að hafa áhrif á veðurfar. Innlent 8. desember 2021 08:34
Stöku él og um frostmark suðvestantil Reikna má með suðlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda og björtu með köflum á norðan- og austanverðu landinu. Frost verður víða á bilinu núll til tólf stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Veður 8. desember 2021 07:18