Trampolín og hjólhýsi valda tjóni Mikið hefur verið um að trampolín fjúki og valdi tjóni í hvassviðrinu sem gerir nú á suðvesturhorni landsins. Þá hafa verið nokkuð um að hjólhýsi fjúki úr stað og valdi tjóni. Innlent 28. maí 2021 21:07
Björgunarsveitir til aðstoðar vegna fjúkandi lausamuna Beiðnum um aðstoð vegna hvassviðris á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað undir kvöldið. Langflest útköllin eru sögð vegna fjúkandi lausamuna og klæðninga. Innlent 28. maí 2021 19:18
Rok og rigning á Suðvesturhorninu í dag Eftir margra vikna veðurblíðu stefnir lægð yfir landið og útlit er fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Lægðin sem má vænta mun byrja göngu sína yfir landið á Suðvesturhorni landsins. Nokkur vindur mun fylgja og gular veðurviðvaranir taka gildi nú upp úr hádegi á Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu. Innlent 28. maí 2021 11:44
Gular viðvaranir og útlit fyrir lægðagang næstu daga Undanfarnar vikur hefur öflugt hæðarsvæði staðsett fyrir norðan og norðaustan land stjórnað veðrinu og haldið lægðum frá landinu en núna hefur hæðin gefið eftir og útlit fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Veður 28. maí 2021 07:26
Sunnlenskur sandur skýringin á slæmu skyggni Grátt er yfir höfuðborginni þessa stundina og mælast loftgæði óholl í Kópavogi og miðsvæðis í Reykjavík. Að sögn veðurfræðings er skýringin á þessu rykmengun frá söndum Suðurlandsins sem berst með suðaustanátt. Innlent 27. maí 2021 19:51
Hámarkshiti um átján stig en lægðir þjarma að úr suðvestri Hæð norðaustur af landinu stjórnar enn veðrinu hér á landi og víða er vindur fremur hægur og léttskýjað. Lægðir þjarma að landinu úr suðvestri og valda því að nokkur vindstrengur er með suðurströndinni, þrettán til tuttugu metrum á sekúndur í kvöld og á morgun. Veður 27. maí 2021 07:24
Hiti við 20 gráður fyrir norðan Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norðurlandi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veðurstofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skagafirðinum og á torfum í Eyjafirði. Innlent 26. maí 2021 17:00
Hiti allt að sextán stigum og hlýjast inn til landsins Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri eða breytilegri átt í dag, en átta til þrettán metrum á sekúndu sunnantil á landinu. Veður 26. maí 2021 07:18
Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi. Innlent 25. maí 2021 18:49
Hiti nær allt að fjórtán stigum yfir daginn Veðurstofan spáir suðaustan golu í dag, en strekkingi við suður- og suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en það verður skýjað að mestu á Austurlandi, og einnig má búast við skýjum af og til sunnantil á landinu. Veður 25. maí 2021 07:13
Stefnir í einn af betri dögum það sem af er ári Það stefnir í einmuna veðurblíðu á miðvikudag, sem gæti orðið einn af bestu dögum ársins veðurfarslega séð það sem af er ári. Innlent 24. maí 2021 15:36
Hækkandi hitatölur og allt að sautján stig í vikunni Útlit er fyrir austlæga eða breytileg átt í dag, skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Þá er spáð þremur til átta metrum á sekúndu, hita þrjú til tólf stig og mildast suðvestanlands. Veður 24. maí 2021 07:38
Víða bjartviðri en dálitlar skúrir um landið austanvert Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Spáð er víða bjartviðri, en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Hiti á landinu eitt til ellefu stig yfir daginn, mildast suðvestantil, en allvíða næturfrost. Veður 21. maí 2021 07:16
Vara við mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við því að líkur séu á mengun í borginni í dag og næstu daga af völdum brennisteinsdíoxíðs. Hækkuð gildi hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 20. maí 2021 13:51
Veðurhamfarir hrekja flesta á flótta innan eigin lands Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári. Heimsmarkmiðin 20. maí 2021 11:27
Hægur vindur og skúrir sunnanlands en annars bjartviðri Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og skúrir sunnanlands, en annars víða bjartviðri. Norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu, og hiti eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil. Innlent 20. maí 2021 07:16
Hressileg rigning en skammvinn Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið. Innlent 19. maí 2021 23:49
Von á stöku skúr sunnanlands Stöðugleikinn sem hefur einkennt veðrið undanfarið er áfram til staðar og á landinu er nú fremur hæg norðlæg eða breytileg átt með stöku él norðaustantil. Annars en annars bjart að mestu þó að von sé á stöku skúr sunnanlands. Veður 19. maí 2021 07:12
Norðaustlægar áttir ríkjandi eitthvað fram í vikuna með svölu veðri Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Því munu norðaustlægar áttir vera ríkjandi eitthvað fram í vikuna með svölu veðri. Veður 18. maí 2021 07:15
Hæðin yfir Grænlandi heldur köldum loftstraumi að landinu Hæðin yfir Grænlandi ræður enn veðrinu hér á landi og heldur fremur köldum loftstraumi að landinu. Hitinn yfir daginn sunnanmegin á landinu getur rofið tíu stiga múrinn ef nægilega bjart verður en um landið norðanvert verða plúsgráðurnar mun færri. Veður 17. maí 2021 07:22
Austlægar áttir og gengur á með skúrum eða slydduéljum Enn liggur víðáttumikið hæðasvæði yfir Grænlandi og Íslandi, en dýpkandi lægð, langt suður í hafi þokast austur. Austlægar áttir leika því um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst þó fyrir norðan. Veður 14. maí 2021 07:25
Svalt í veðri en áfram hætta á gróðureldum Ekki er von á miklum veðurbreytingum næstu daga þar sem öflug hæð yfir Grænlandi teygir sig til suðausturs yfir Ísland. Spáð er hægum austlægum vindum eða hafgolu næstu daga og skúrir eða él víða um land. Innlent 13. maí 2021 07:27
Áfram hægur vindur og bjart veður Veðurstofan reiknar með hægum vindi og björtu veðri, en smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu eitt til níu stig, en víða frost í nótt. Veður 12. maí 2021 07:16
Líkur á skúrum og slydduéljum suðaustan- og austantil Reikna má með fremur hægum vindi og víða björtu veðri í dag. Líkur eru á stöku skúrum eða slydduéljum á Suðaustur- og Austurlandi í dag og á stöku stað á sunnanverðu landinu á morgun. Veður 11. maí 2021 07:07
Ekki útlit fyrir mikla úrkomu suðvestanlands á næstunni Litlum breytingum á veðri er spáð næstu daga með áframhaldandi norðlægum áttum. Áfram er varað við hættu á gróðureldum þar sem ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á suðvestanverðu landinu í einhvern tíma. Innlent 8. maí 2021 08:29
Sitjum áfram í köldum loftmassa af norðlægum uppruna Það eru í grunninn litlar breytingar á veðri næstu daga frá því sem verið hefur undanfarið. Víðáttumikil hæð er ennþá yfir Grænlandi og við sitjum í köldum loftmassa af norðlægum uppruna. Veður 7. maí 2021 07:16
Hiti um tíu stig suðvestanlands en annars fremur kalt Útlit er fyrir norðan golu eða kalda í dag og á morgun, en austlægari vindi syðst á landinu. Bjartviðri vestanlands, en annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él eða skúrir. Veður 6. maí 2021 07:27
Ræða aðlögun að loftslagsbreytingum á ársfundi Veðurstofunnar Aðlögun að loftslagsbreytingum af völdum manna verður efst á baugi á ársfundi Veðurstofu Íslands sem fer fram nú í morgun. Til stendur að kynna fyrstu skrefin að því að styrkja brú á milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang stofnana og hagaðila undir forystu Veðurstofunnar. Innlent 5. maí 2021 08:43
Hægar og svalar norðlægar áttir fram yfir helgi Veðurspáin er eindregin fram yfir helgi að minnsta kosti. Er spáð fremur hægum en svölum norðlægum áttum, þar sem skýjað verður norðan- og austanlands og stöku skúrir eða él. Annars verður yfirleitt léttskýjað. Veður 5. maí 2021 07:14
Áfram svalt loft yfir landinu og víða næturfrost Áfram er háþrýstisvæði og svalt loft yfir landinu og því víða næturfrost. Hiti fer þó upp í tíu stig suðvestanlands að deginum. Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast austast á landinu. Veður 4. maí 2021 07:12