Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Játaði fjár­drátt hjá Stangaveiðifélagi Reykja­víkur

Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ytri Rangá hefur gefið 4 þúsund laxa í sumar

Lax númer fjögur þúsund veiddist í gær í Ytri Rangá þegar Gestur Antonsson veiðimaður frá Ólafsfirði landaði fallega nýgenginni 60 cm hrygnu á Stallsmýrarfljóti um miðjan dag. Þar veiddust samtals 53 laxar í gær, vel dreift um alla á en veiði í ánni hefur verið mjög góð í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­legt að ein­hverjir stofnar séu þegar glataðir

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir til­nefningum um Reyk­víking ársins

Borgarstjórinn í Reykjavík óskar í fjórtánda sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar í borgarsamfélaginu. Ábendingarnar verða notaðar til að velja Reykvíking ársins.

Innlent
Fréttamynd

Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliða­ár í Víðidal

Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal.

Innlent
Fréttamynd

Brúar­á fyrir landi Sels til SVFR

Brúará er líklega ein skemmtilegasta silungsá á Suðurlandi en hún er að sama skapi krefjandi en það er líka þess vegna sem hún er skemmtileg.

Veiði
Fréttamynd

Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag

Síðasti dagur til rjúpnaveiða er í dag 21. nóvember en það verður að teljast heldur ólíklegt að nokkur skytta fari til fjalla miðað við veðurspá dagsins.

Veiði
Fréttamynd

Fín fyrsta helgi í rjúpu

Fyrsti dagurinn til rjúpnaveiða síðasta föstudag var heldur erfiður fyrir rjúpnaskyttur en mikið rok og úrkoma gerði aðstæður afar krefjandi.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur

Þá heldur Gunnar Bender áfram á leið sinni um skemmtileg veiðisvæði landsins með veiðimönnum og veiðikonum.Að þessu sinni er rennt fyrir lax í Elliðaánum með hjónum sem hafa staðið oft saman við árbakkan á undanförnum árum. Hafsteinn Már Sigurðsson og Anna Lea Friðriksdóttir eru dugleg að renna fyrir fiska á hverju sumri. Í sumar fóru þau í Mýrarkvísl, Þverá i Haukadal, Elliðaárnar nokkrum sinnum og fór Anna eiinig í Norðurá í Borgarfirði með hressum hópi veiðikvenna og gekk veiðin vel hjá þeim. Hafsteinn kastar fyrir lax við HöfuðhylÍ september fóru þau dagpart í Elliðaárnar og Gunnar Bender ásamt tökuliði slóst í för með þeim er þau hófu veiðina í Höfuðhylnum. Ýmsar flugur voru reyndar og margar veiðisögur sagðar, milli þess sem var kastað flugunni fyrir laxana, sem voru mis áhugasamir svo ekki sé meira sagt.

Veiði
Fréttamynd

Rjúpnaveiðin byrjar 20. október

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfilega daga til rjúpnaveiða á þessu hausti en stærsta breytingin frá árinu 2022 er að nú má veiða allann daginn en ekki bara frá hádegi.

Veiði
Fréttamynd

„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“

Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 

Innlent