Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi

Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána.

Veiði
Fréttamynd

Frábært í Hítará

Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin gengur vel í Mýrarkvísl

Veiðin er búin að góð í Mýrarkvísl í sumar. Seinasta holl var með 18 laxa á þremur dögum sem er bara stórfínt. Þar af voru 5 stórlaxar og eru þá búnir að veiðast sennilega um 15-20 stórlaxar úr ánni af 49 löxum sem er alveg ótrúlegt flott hlutfall. Þar af hefur einn 97 cm veiðst ásam einum 96 cm maríulaxi og einum 90 cm svo eru alveg hrikalegir drekar að sveima up gljúfrin á svæði 2 þarf af einn sem eru ekki undir 25 pundum sem hefur legið í veiðistaðnum Stokk í allt sumar. Hann kemur reglulega upp og kíkir á veiðimennina sem alla jafna taka andköf.

Veiði
Fréttamynd

Góð veiði í veiðivötnum

Í 7. viku veiddust 1917 fiskar í Veiðivötnum. Alls hafa 16846 fiskar veiðst það sem af er sumri og þrjár vikur eftir af stangveiðitímanum. Mest veiddist sem fyrr í Litlasjó, 742 fiskar komu á land í 7. viku. Í Stóra Fossvatni var besta vika sumarsins, 405 fiskar veiddust. Þar kom einnig á land stærsti fiskurinn úr vatninu þetta sumari, 7,2 pd. Stórir fiskar veiddust víðar, 12 pd fiskur kom á land í Hraunvötnum og 6 pd fiskur í Eskivatni, sem er óvenjulegt fyrir þetta smábleikjuvatn.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin að glæðast í Varmá

Veiðin í Varmá-Þorleifslæk er farin að glæðast, yfir 20 sjóbirtingar hafa verið skráðir í veiðibók undanfarið ásamt fjórum löxum. Veiðimenn sem hafa verið að veiða síðustu daga hafa m.a. orðið varir við mikið af fiski stökkvandi í Reykjafossi.

Veiði
Fréttamynd

Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá

Enskur veiðimaður fékk í vikunni einn stærsta lax í sögu Hrútafjarðarár er hann var að veiða í efsta veiðistaðnum Réttarfossi. Eftir langa viðureign landaði hann nýrunni hrygnu sem hann mældi á bakkanum sem 106 cm langa og ca. 12 kg! Tók hann einnig mynd af henni áður en hann sleppti henni aftur út í hylinn. Ágæt veiði er í ánni, ekkert mok eins og oft undanfarinn ár en vatnið gott og veiði eftir því. En Hrútafjarðará á oft sínu bestu spretti síðsumars.

Veiði
Fréttamynd

142 laxar úr Eystri Rangá í gær

Eystri Rangá hefur verið í frábærum gír síðastliðna daga. Á mánudag gaf áin 130 laxa en aðrir dagar um 60-90 laxa sem verður að teljast mjög fín veiði. Veiðimenn sem voru við ána í gærdag lönduðu síðan 142 löxum og dagurinn í dag virðist ekki ætla að gefa neitt eftir því rúmlega 70 laxar voru komnir á land eftir morgunvaktina.

Veiði
Fréttamynd

Fréttir úr Syðri Brú í Soginu

Þeir hjá Lax-Á heyrðu í Sigurði Vilhjálmssyni stórveiðimanni en hann var við veiðar í Syðri Brú í einn dag 2. Ágúst. Sigurður setti í 9 laxa og landaði 8 af þeim, þar af var einn 87cm en honum var sleppt aftur.

Veiði
Fréttamynd

Blanda gefur enn vel

Þrátt fyrir að lónið uppi á hálendi sé að fyllast er fantagóð veiði á svæðum eitt, tvö og þrjú í Blöndu.

Veiði
Fréttamynd

Gott í Víðidalnum

Hollið sem hóf veiðar í Víðidalnum seinnipart þriðjudags hafði landað rétt yfir 30 löxum við enda dags í gær. Mest veiddist á neðstu svæðunum á gárutúbur en stór hlut aflans var lúsugur.

Veiði
Fréttamynd

Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar

Þá er kominn nýr listi frá Landsambandi veiðifélaga þar sem við sjáum stöðuna í ánum. Veiðin hefur verið góð en það vekur þó smá eftirtekt hvað Rangárnar eru langt á eftir veiðinni í fyrra. Ágúst hefur þó alltaf verið gífurlega sterkur í þeim og það má alveg reikna með yfir 2000 löxum veiddum úr hvorri á í þessum mánuði.

Veiði
Fréttamynd

Veiðisaga úr Hrolleifsá

Vorum með þrjár stangir í Hrolleifsá um verslunarmannahelgina. Veiðin var ljómandi góð en það veiddist einn 8 punda lax, en það er ekki algengt að það veiðist lax í þessari á. Einnig komu á land nokkrir smáir staðbundnir urriðar og í kringum 20 sjóbleikjur. Bleikjurnar voru allar kringum 1 og hálft pund til 3 pund en þar fyrir utan veiddi hinn ungi veiðimaður Rúnar Ingi Freyr Róbertsson 6 punda bleikju. Laxinn tók á maðk en bleikjurnar veiddust flestar á litlar púpur og maðk. Nóg er af silung í ánni en einnig sáust fleiri laxar.

Veiði
Fréttamynd

Fluguveiðiskóli SVAK að hefjast aftur

Fyrir þá sem ætla að bæta köstin fyrir komandi veiðitúr þá eru þeir hjá SVAK með námskeið sem hefst 9. ágúst. Það eru nokkur pláss laus svo við hvetjum ykkur til að skrá ykkur því það er alltaf hægt að læra meira þegar kemur að fluguköstum.

Veiði
Fréttamynd

Veiðislóð 3 tbl. komið út

Veftímaritið Á Veiðislóð er komið út og er þetta þriðja tölublað. Í blaðinu má finna skemmtilegar greinar og viðtöl við veiðimenn. Það er alltaf fagnaðarefni að fá meira lesefni fyrir veiðimenn enda höfum við gaman af því að lesa um það efni sem sameinir okkur í dellunni.

Veiði
Fréttamynd

Breiðdalsá komin í 450 laxa

Frábær veiði hefur verið í Breiðdalsá það sem af er tímabili og nú eru 450 laxar komnir á land og tveir bestu mánuðurnir framundan. Ef þetta heldur svona áfram stefnir allt í nýtt met í ánni. Uppistaðan í veiðinni er tveggja ára lax sem kemur vel haldin úr sjó en samkvæmt Þresti Elliðasyni leigutaka Breiðdalsár þá er smálaxinn aðeins farinn að sýna sig síðustu daga.

Veiði
Fréttamynd

Flottar bleikjur úr Kleifarvatni

Halldór Gunnarsson skellti sér í Kleifarvatnið 1. ágúst og fékk mjög fallegar bleikjur á Peacock púpu með kúluhaus. Bleikjurnar voru allt upp í 5 pund (2,4 kg). Veiðivísir hefur heyrt af nokkrum sem hafa gert fína veiði í vatninu en menn hafa verið afskaplega tregir við að gefa upplýsingar hvar þeir hafa verið að veiða þessa fiska.

Veiði
Fréttamynd

Flott veiði í Hólsá og Ármóti

Mikil laxgengd er núna á í Hólsá og neðri svæðum Eystri Rangár og menn að gera frábæra veiði á svæðinu. Hólsársvæðið Eystra telur frá bænum Ármóti og niður að ós Hólsár að austanverðu. Þarna fer allur fiskurinn í gegn sem fer uppí Eystri Rangá og miðað við veiðitölur úr báðum ánum síðustu daga er veisla framundan.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá komin yfir 1100 laxa

Ytri Rangá skreið yfir 1100 laxa í gær en alls veiddust 75 laxar yfir daginn. Helgin var fín í Ytri, á föstudag veiddust 63 laxar, laugardag 61 og á sunnudeginum og mánudag veiddust 62 laxar. Það var nóg af fiski að ganga og því var sterkasta veiðisvæðið ásinn þar sem Staurinn og Straumey voru að gefa best.

Veiði
Fréttamynd

Laxar á lofti við ósa Korpu

Þrátt fyrir að ágúst sé gengin í garð og á venjulegu ári ætti mesti krafturinn að vera farinn úr laxagöngunum þá er nú staðan bara allt önnur. Það er ennþá lax að ganga í Norðurá og stöðugar göngur virðast vera í flestum ánum þessa dagana.

Veiði
Fréttamynd

Góð skot á Tannastaðatanga

Það er víðar en í stóru ánum sem menn setja í laxa þessa dagana. Sindri Már Pálsson gerði ágætis túr í Sogið, nánar tiltekið á Tannastaðatanga, um daginn þegar hann og afi hans lönduðu tveimur flottum löxum og misstu einhverja. Núna þegar Sogið er aðeins seinna í gang en í venjulegu ári eru menn í góðri laxavon á þessu svæði og þeir sem lenda í göngum geta gert góða veiði.

Veiði
Fréttamynd

126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá

Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum.

Veiði
Fréttamynd

24 laxar á einum degi í Svalbarðsá

Ótrúlegur gangur er í Svalbarðsá þessa dagana en hollið sem byrjaði veiðar í gær er komið í 32 laxa eftir eina og hálfa vakt og þar af veiddust 24 laxar í dag. Vert er að taka fram að í hópnum er ungir og efnilegir fluguveiðimenn sem eiga bróðurpartinn af aflanum. Meðfylgjandi myndir eru af ungum veiðimönnum sem eru í skýjunum með árangurinn eftir fyrsta einn og hálfa daginn.

Veiði
Fréttamynd

"Veðurguðir greiða gamla skuld"

Ástþór Jóhannsson leigutaki og staðarhaldari við Straumfjarðará hefur þann skemmtilega sið að senda okkur ca tvær skýrslur á hverju sumri þar sem hann tekur saman gang mála. Að þessu sinni ríkir mikil gleði í pistlinum!

Veiði
Fréttamynd

Veiðitölur úr Andakílsá

Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni.

Veiði
Fréttamynd

1.715 laxar komnir úr Norðurá

Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga.

Veiði
Fréttamynd

60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá

Eystri Rangá hefur verið að skila 60-80 löxum á land á dag þrátt fyrir að áin sé stundum lituð hluta úr degi. Ef áin væri hrein allann daginn væru 100 + laxa dagarnir orðnir margir því mikið af laxi hefur verið að ganga síðustu daga.

Veiði
Fréttamynd

63 laxar á eina stöng í Grímsá

Veiði hefur glæðst til muna í Borgarfjarðaránum eftir vætutíð að undanförnu og er Grímsá þar engin undantekning. Góð veiði hefur verið í ánni að undanförnu en fáir hafa sennilega gert betur en bræðurnir Eggert og Þórir Halldórssynir frá Stykkishólmi sem fengu 63 laxa á ,,rúmlega“ eina stöng dagana 23. til 26. júlí sl. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás.

Veiði
Fréttamynd

54 laxar komnir úr Andakílsá

Holl sem lauk veiðum þann 28 júlí fékk sjö laxa á tveimur dögum og þar af voru sex laxar lúsugir. Þessir laxar komu úr Nátthagahyl, Efri Foss og nýjum veiðistað. Laxar sáust varla á öðrum stöðum í ánni.

Veiði