Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Loksins líf í Straumunum

Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkveldi

Veiði
Fréttamynd

Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl

Fyrsti laxinn veiddist í Mýrarkvísl í Reykjahverfi í gærdag og þykir það snemmt á þeim bæ. Laxinn var engin smásmíði, 88 cm langur og ekki lúsugur.

Veiði
Fréttamynd

Líflegt í vötnunum

Vötnin hafa mörg hver tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega þó á sunnanverðu landinu þar sem veður hefur verið skaplegra en nyrðra. Við heyrðum t.d. frábærar bréttir bæði frá Þingvallavatni og Úlfljótsvatni frá síðustu helgi.

Veiði
Fréttamynd

10 laxar í Grímsá fyrsta daginn

Þá eru fleiri Borgarfjarðarár að detta inn og Grímsá er ein af þeim. Opnunin gekk vel og það engum á óvart þegar fyrsti laxinn tók enda hafa menn séð laxa í ánna dagana á undan og það var viðbúið svo lengi sem aðstæður væru góðar að opnuninn gengi vel.

Veiði
Fréttamynd

Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá

Oftast hefur verið vart við laxa á stangli í Breiðdalsá í júní en ekki verður opnað fyrr en 1. júlí eins og verið hefur undanfarinn ár. En miðað við lýsingarnar sem berast að austan má kanski fara að endurskoða það!

Veiði
Fréttamynd

16 laxar komnir úr Elliðaánum

Í morgun höfðu alls sextán laxar veiðst í Elliðaánum en veiði hófst þar í fyrradag. Veitt er á fjórar stangir í upphafi vertíðar. Í gækveldi höfðu 11 laxar gengið teljarann.

Veiði
Fréttamynd

Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði

Í gærkvöldi voru Snorri Jóhannesson veiðivörður og Guðmundur Kristinsson formaður Veiðifélags Arnarvatnsheiðar á ferð um heiðina við eftirlit og viðhald fasteigna. Við Arnarvatns litla gengu þeir fram á afar slælega umgengni veiðimanna eftir ábendingu frá öðrum veiðimönnum sem vart áttu orð til að lýsa vanþóknun sinni.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Ásum farin að sýna laxana

Samkvæmt heimildum þeirra Lax-á norðan heiða er það að frétta af heimamönnum sem höfðu farið og skyggnt Ásana af þjóðvegabrúnni og sáu ekki færri en 3 laxa liggja þar fyrir neðan. Það eru því líkur á að Ásarnir byrji snemma þetta árið, eins og þeir hafa reyndar gert undanfarin ár.

Veiði
Fréttamynd

Vatnsdalsá opnaði í morgun

Núna er allt að komast á fullt. Árnar opna hver af annari og það er ekki að sjá annað en það stefni í gott sumar miðað við þessa byrjun. Langá opnar með 13 laxa og það bara á fyrri vaktinni, Kjósin með 9 laxa og það eru fleiri stórar ár að opna næstu daga.

Veiði
Fréttamynd

Plankað við ánna

Eftir góða opnun í Laxá í Kjós hélt Jón Þór Júlíusson uppá daginn með góðu planki við ánna.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Aðaldal opnar með látum

Það er orðið ansi langt síðan Laxá í Aðaldal tók jafnvel á móti veiðimönnum eins og hún gerði við þessa opnun. Þrír af stærstu löxunum sem komu á land voru 21, 20 og 17 pund! Það sáust laxar víða og menn velta því nú fyrir sér hvort drottningin sé að komast í þann gír sem menn muna eftir frá fornu fari.

Veiði
Fréttamynd

Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt!

Laxá í Kjós opnaði í morgun og það eru mörg ár síðan hún hefur opnað jafnvel. Sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. Fleiri laxar sáust en 8 laxar á land á fyrstu vakt er niðurstaðan, sem er frábær opnun.

Veiði
Fréttamynd

Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Veiði
Fréttamynd

Fyrsti laxinn í Elliðaánum

Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Kjós opnaði í morgun

Laxá í Kjós opnaði í morgun með laxi úr Kvíslarfossi eða kl. 8:22. Var það Ólafur Þór Ólafsson formaður veiðifélags Kjósarhrepps sem veiddi fyrsta laxinn. Falleg 10punda hrygna. Töluvert af laxi virðist vera gengin í Kjósina og fyrstu laxinn sást þar fyrir um þremur vikum síðan.

Veiði
Fréttamynd

Hítará á Mýrum opnaði í gær

Veiði hófst í Hítará á Mýrum í gær. Eftir einn dag höfðu veiðimenn fengið tvo laxa og misst aðra tvo. Annar laxinn var smálax, en hinn 80cm hrygna.

Veiði
Fréttamynd

Norðurá komin yfir 100 laxa

100 laxar hafa veiðst í Norðurá í Borgarfirði það sem af er sumri. Kalt og hvasst hefur verið á Norðurárbökkum síðustu daga og aðstæður með erfiðara móti

Veiði
Fréttamynd

Laugardalsá opnuð

Við vorum að fá fyrstu fréttir úr Laugardalsá en eins og menn vita opnaði laugardalsáin eftir hádegi í gær. Seinnipartin í gær var lítið að finna nema silung og eru komnir þónokkrir Urriðar. En strax í morgun komu tveir 10-12 punda laxar á land úr Dagmálafljóti og eru veiðimenn mjög ánægðir með veiðina..

Veiði
Fréttamynd

Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará

Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið!

Veiði
Fréttamynd

Veiðin að glæðast í vötnunum

Steingrímur Valgarðsson er búinn að fara nokkrar ferðir í Kleifarvatnið og hefur verið að ná í fína urriða. Hér fyrir neðan má sjá mynd af honum með tvo fiska, 6 og 3,5 punda sem hann fékk í gær en eftir að myndin var tekin fékk hann aðra tvo fína urriða. Hann nefndi að mikill fiskur væri í vatninu og hann var stöðugt verið að narta í hjá honum. Hann var að veiða í suðurenda vatnins, ekki langt frá hverasvæðinu.

Veiði
Fréttamynd

Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi

Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita.

Veiði
Fréttamynd

Góður gangur í Þverá/Kjarrá

Þverá gerði ekkert annað en að batna í gær og það var líka líf í Kjarrá sem opnaði seinni partinn. Norðurá hefur og glæðst mikið að undanförnu. Það er enn kalt og hvasst að norðan í Borgarfirði.

Veiði
Fréttamynd

Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær

Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær 15 júní og fengum við fréttir frá Ragnari á bakka veiðiverði í morgun en fyrsti dagurinn gaf 14 silunga sem er bara nokkuð fínn byrjunardagur og lofar góðu.

Veiði
Fréttamynd

Laxar farnir að sjást víða

Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið.

Veiði
Fréttamynd

Tungufljótsdeilan til lykta leidd

Fyrir skemmstu felldi Héraðsdómur Suðurlands dóm í máli Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnessýslu gegn hjónum úr röðum eigenda Bergsstaða, en margir veiðimenn þekkja til deilna sem þar hafa staðið um veiðirétt. Dómurinn féll Veiðifélaginum í vil og ætti þar með að linna árekstrum á bökkum Tungufljóts neðan Faxa.

Veiði
Fréttamynd

Hreinsun Elliðaánna heldur áfram

Síðari áfangi í hreinsun Elliðaánna verður unninn nk. fimmtudag, 16. júní, kl. 17:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta við veiðihúsið þann dag og taka þátt í þessu þakkláta verkefni.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Kjós í góðum málum

Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri.

Veiði