Kristinn nýr framkvæmdastjóri Eyrir Venture Management Eyrir Venture Management (EVM) hefur ráðið Kristinn Pálmason sem framkvæmdastjóra. Kristinn kemur til félagsins frá Silfurbergi og tekur við starfinu af Erni Valdimarssyni. Viðskipti innlent 12. september 2023 11:14
Jón Júlíus til Viðskiptaráðs Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins. Viðskipti innlent 12. september 2023 11:10
Hagar ráða forstöðumann sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga. Viðskipti innlent 12. september 2023 08:37
Ætlar að láta af störfum sem forstjóri Ice Fish Farm Guðmundur Gíslason ætlar að stíga til hliðar sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austfjörðum og snúa sér að markaðsstörfum fyrir fyrirtækið. Hann heldur áfram sem forstjóri á meðan eftirmanns hans er leitað. Viðskipti innlent 11. september 2023 12:32
Ný stjórn Bankasýslu en ráðherra vill leggja hana niður Nýskipaðir stjórnarmenn Bankasýslunnar hafa aldrei setið í henni áður. Formaður nýrrar stjórnar er Tryggvi Pálsson en ásamt honum sitja Þóra Hallgrímsdóttir og Þórir Haraldsson í stjórninni. Til stendur að leggja Bankasýsluna niður á næsta ári. Innlent 8. september 2023 18:00
Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Innlent 8. september 2023 14:24
Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8. september 2023 10:16
Sigurður Hreiðar stýrir verðbréfamiðlun Íslandsbanka Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað um skamma hríð hjá Kviku banka, hefur verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Innherji 7. september 2023 17:28
Taka við stjórnartaumum hjá DHL á Íslandi Krists Ezerins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express á Íslandi og þá hefur Auðunn Sólberg Björgvinsson verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri fyrirtækins. Viðskipti innlent 7. september 2023 10:11
Stefán Örn og Guðni Kári til OK Stefán Örn Viðarsson og Guðni Kári Gylfason hafa verið ráðnir viðskiptastjórar hjá OK. Viðskipti innlent 7. september 2023 10:00
Framkvæmdastjóri VG fer til Landverndar Björg Eva Erlendsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Landverndar. Hún starfar nú sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna en hefur störf hjá Landvernd í október. Innlent 6. september 2023 15:30
Frá Kerecis til Imperio Ragna Björg Ársælsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrar (COO) hjá ráðgjafar- og upplýsingatæknifyrirtækinu Imperio ehf. Viðskipti innlent 6. september 2023 11:37
Bára Hlín nýr forstöðumaður hjá Sýn Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Verkefnastofu og ferlaumbóta hjá Sýn. Viðskipti innlent 6. september 2023 10:06
Thelma Christel frá Lex til BBA//Fjeldco Thelma Christel Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem lögmaður hjá lögmannsstofunni BBA//Fjeldco. Viðskipti innlent 5. september 2023 21:35
Ráðinn rekstrarstjóri Alvotech Faysal Kalmoua hefur verið skipaður framkvæmdastjóri rekstrar hjá Alvotech og tekur hann við starfinu af Hafrúnu Friðriksdóttur. Viðskipti innlent 5. september 2023 13:54
Ráðnar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Gyða Einarsdóttir og Halldóra G. Steindórsdóttir hafa verið ráðnar nýir forstöðumenn á sviði hugbúnaðarþróunar í bankanum. Viðskipti innlent 5. september 2023 11:59
Hafsteinn Dan til liðs við HR Hafsteinn Dan Kristjánsson, sem starfað hefur sem kennari við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, hefur ákveðið að færa sig um set og kenna við lagadeild HR. Viðskipti innlent 5. september 2023 00:15
Ragnar Sigurður til Viðskiptaráðs Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 4. september 2023 11:24
Brasserie Askur skiptir um eigendur Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 4. september 2023 11:07
Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Innlent 3. september 2023 15:43
Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Innlent 2. september 2023 21:05
Sigurður Orri stýrir samfélagsmiðlum og viðburðum Viðreisnar Sigurður Orri Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðreisn sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Viðskipti innlent 1. september 2023 14:10
Katrín Helga til Samorku Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Samorku. Greint er frá þessu í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 1. september 2023 12:57
Hlakkar til að starfa með föður sínum sem stjórnarformaður Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Samherja. Hann segist hlakka til að starfa með föður sínum, sem er forstjóri fyrirtækisins, og öðru starfsfólki Samherja. Viðskipti innlent 1. september 2023 11:44
Ingveldur nýr rekstrarstjóri Dineout Ingveldur Kristjánsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrar (COO) hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Dineout. Viðskipti innlent 1. september 2023 10:43
Ráðinn verkefnastjóri samfélags- og umhverfismála hjá Hagkaup Bjarni Heiðar Halldórsson hefur verið ráðinn í stöðu verkefnastjóra samfélags-og umhverfismála hjá Hagkaup. Hann hefur nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 1. september 2023 09:56
Auður nýr framkvæmdastjóri hjá Advania Auður Inga Einarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri innviðalausna Advania. Hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins síðastliðin fjögur ár og þar áður sem forstöðumaður notendalausna. Viðskipti innlent 1. september 2023 08:39
Einar Þórarinsson nýr framkvæmdastjóri Ljósleiðarans Einar Þórarinsson hefur verið í ráðinn í starf framkvæmdastjóra Ljósleiðarans. Einar hefur áður starfað hjá Sidekick Health, Advania og Vodafone. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 31. ágúst 2023 17:01
Róberti Aroni falið að markaðssetja Miðborgina Róbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem markaðs og verkefnastjóri Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök, nýs markaðsfélags miðborgarinnar sem var stofnað í mars síðastliðnum. Viðskipti innlent 31. ágúst 2023 10:17
Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 20:41