Geir Sveinsson nýr bæjarstjóri í Hveragerði Meirihlutinn í Hveragerðisbæ mun leggja fram tillögu um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri á næsta bæjarstjórnarfundi. Geir mun hefja störf í upphafi ágústmánaðar. Innlent 14. júlí 2022 20:57
Kolfinna Jóhannesdóttir nýr skólameistari Kvennaskólans Kolfinna Jóhannesdóttir er nýr skólameistari Kvennaskólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,skipaði Kolfinnu Jóhannesdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst. Innlent 13. júlí 2022 09:45
Sólveig Guðrún er nýr rektor MR Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sólveig var skipuð í embætti rektors af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, til fimm ára frá 1. ágúst. Innlent 13. júlí 2022 08:36
Karl Frímannsson nýr skólameistari MA Karl Frímannsson er nýr skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra skipaði Karl Frímannsson í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst. Innlent 13. júlí 2022 08:23
Rebekka og Karen til liðs við Hér & Nú Rebekka Líf Albertsdóttir og Karen Sigurlaugsdóttir hafa slegist í hóp starfsmanna Hér & Nú, samskiptastofu. Gengið var frá ráðningu þeirra fyrir skemmstu. Rebekka Líf bætist í teymi grafískra hönnuða fyrirtækisins og Karen mun gegna nýrri stöðu birtingaráðgjafa. Viðskipti innlent 12. júlí 2022 13:24
Guðný Arna frá Kviku til Össurar Guðný Arna Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar og mun hefja störf í september. Viðskipti innlent 11. júlí 2022 11:29
Regína verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún mun gegna starfinu til 2026 en hún er fyrir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur unnið þar í fimm ár. Fyrir það var hún bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Innlent 11. júlí 2022 10:26
Katrín nýr sveitarstjóri í Norðurþingi Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra Norðurþings. Alls voru sautján sem sóttu um stöðuna. Innlent 8. júlí 2022 09:02
Sigurður Jökull ráðinn markaðsstjóri Faxaflóahafna Faxaflóahafnir sf. hafa ráðið Sigurð Jökul Ólafsson í stöðu markaðsstjóra og tók hann við starfinu þann 1. júlí síðastliðinn. Viðskipti innlent 7. júlí 2022 16:25
Hákon ráðinn nýr þjóðgarðsvörður Hákon Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Innlent 7. júlí 2022 06:52
Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra. Innlent 6. júlí 2022 11:57
Arnar nýr framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu Arnar Már Snorrason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sæplasts í Evrópu með aðsetur á Dalvík, en Arnar tekur við starfinu af Daða Valdimarssyni sem mun færa sig í starf forstjóra Rotovia, nýstofnaðs móðurfélags Sæplasts. Undir Sæplasti í Evrópu tilheyrir starfsemi félagsins á Íslandi, Spáni og Noregi ásamt söluskrifstofum félagsins í Evrópu, Afríku og Asíu. Viðskipti innlent 6. júlí 2022 09:13
Unnur Valborg ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Innlent 5. júlí 2022 13:40
Margrét ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Hún mun hafa faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt mun hún leiða, í samstarfi við dagskrárstjóra,hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp. Viðskipti innlent 5. júlí 2022 12:55
Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 4. júlí 2022 19:49
Fjögur ráðin til Orkustofnunar Orkustofnun hefur gengið frá frá ráðningum í fjórar stöður til að efla miðlun og vinnslu gagna, en um er að ræða tvær stöður sérfræðinga í greiningum og gögnum, auk ráðningu nýs þróunarstjóra gagna og verkefnastjóra Orkuseturs. Viðskipti innlent 4. júlí 2022 08:44
Flosi hættir hjá Starfsgreinasambandinu Flosi Eiríksson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands (SGS) frá árinu 2018, lætur af störfum hjá samtökunum skömmu áður en formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hefjast en þeir verða lausir 1. nóvember næstkomandi. Innherji 3. júlí 2022 12:27
Arnór skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Arnór Snæbjörnsson hefur verið skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til næstu fimm ára af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Innlent 1. júlí 2022 22:50
Steingerði sagt upp sem ritstjóra Vikunnar Steingerði Steinarsdóttur hefur verið sagt upp störfum sem ritstjóra Vikunnar. Skipulagsbreytingar eru væntanlegar hjá Birtíngi, útgáfufélagi tímaritsins. Innlent 1. júlí 2022 19:04
Hulda Elsa og Ásgeir Þór skipuð aðstoðarlögreglustjórar Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri á löggæslusviði sama embættis. Innlent 30. júní 2022 18:20
Sjö ráðin til indó Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur. Viðskipti innlent 30. júní 2022 15:54
Guðlaug færir sig frá Flugfreyjufélaginu til Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, hefur óskað eftir lausn frá störfum sem formaður félagsins. Hún greindi frá þessu í færslu á lokuðum Facebook-hópi flugfreyja. Ástæðan að baki ákvörðuninni er að hún tekur við störfum sem deildarstjóri launadeildar Icelandair í september. Viðskipti innlent 30. júní 2022 13:04
Ingólfur hættir sem forstjóri CRI, leita að alþjóðlegum stjórnenda Ingólfur Guðmundsson hefur látið af störfum sem forstjóri Carbon Recycling International (CRI) og leitar íslenska tæknifyrirtækið nú að alþjóðlegum stjórnanda til að taka við keflinu. Þetta staðfestir Þórður Magnússon, stjórnarformaður CRI, í samtali við Innherja. Innherji 30. júní 2022 13:00
Gróa nýr forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans. Fyrir starfaði hún sem forstöðumaður hjá tækniþjónustu Nova. Viðskipti innlent 29. júní 2022 17:22
Nótt tekur við Grænvangi Nótt Thorberg hefur verið ráðin forstöðumaður Grænvangs. Hún hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vara og viðskiptahollustu hjá Icelandair. Viðskipti innlent 29. júní 2022 13:17
Linda stýrir Kvennaathvarfinu Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf. Hún tekur við starfinu af Sigþrúði Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur athvarfinu síðastliðin sextán ár. Innlent 29. júní 2022 10:51
Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. Viðskipti innlent 28. júní 2022 10:49
Kristín Rut ráðin útibússtjóri í Hafnarfirði Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 27. júní 2022 14:18
Lára nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 27. júní 2022 09:10
Ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. Viðskipti innlent 24. júní 2022 14:31