Um land allt - Breiðdalur og Breiðdalsvík
Kristján Már Unnarsson heilsar upp á Breiðdælinga og skoðar mannlíf í Breiðdal og á Breiðdalsvík. Samfélagið varð fyrir áfalli þegar kvótinn fór og frystihúsið lokaði og íbúum fækkaði um helming. Nú virðist vera að birta til á ný. Fiskvinnsla hefur verið endurvakin, ferðaþjónustan dafnar og ungar barnafjölskyldur eru að setjast að.