Argentína vann frestaðan úrslitaleik Copa América Rúmlega klukkutíma seinkun varð á úrslitaleik Copa América, sem Argentína vann 1-0 eftir framlengingu gegn Kólumbíu. 15.7.2024 07:00
Rafíþrótta-Ólympíuleikar verði haldnir í Sádi-Arabíu næstu tólf ár Alþjóðaólympíusambandið hefur gert samkomulag við Sádi-Arabíu um að Ólympíuleikarnir í rafíþróttum verði haldnir þar í landi næstu tólf árin. Stefnt er að því að fyrstu leikarnir fari fram á næsta ári. 13.7.2024 08:00
Dagskráin í dag: Padel, pílukast, hafnabolti og golf Það er fjölbreytt dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. 13.7.2024 06:00
Declan Rice mun drekka fyrsta bjórinn ef England vinnur EM Declan Rice mun fá sér sinn fyrsta „almennilega bjór“ ef England verður Evrópumeistari næsta sunnudag. 12.7.2024 23:30
Jonny Evans verður áfram hjá Manchester United Hinn 36 ára gamli Jonny Evans hefur framlengt samning sinn við Manchester United um eitt ár. 12.7.2024 23:01
„Tvö bestu liðin leika til úrslita“ Spænski miðjumaðurinn Dani Olmo segir tvö bestu lið Evrópumótsins leika til úrslita á sunnudaginn þegar Spánn mætir Englandi. Það sé mikilvægt að halda einbeitingu sama hver staðan er því enska liðið getur snúið leikjum við. 12.7.2024 22:32
Patrice Evra fékk fangelsisdóm fyrir að yfirgefa eiginkonu sína Patrice Evra hlaut eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í Frakklandi fyrir að yfirgefa og vanrækja eiginkonu sína og börn. 12.7.2024 21:45
ÍR á góðu skriði og með öruggan sigur gegn Grindavík ÍR vann 3-0 gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld. Þetta var fimmti leikur ÍR í röð án taps, þeir tóku fram úr Grindavík með sigrinum og færðu sig upp í fjórða sæti. 12.7.2024 21:36
Heimsmeistararnir töpuðu óvænt gegn Tékklandi Ríkjandi heimsmeistarar í kvennafótbolta, Spánn, töpuðu mjög svo óvænt gegn Tékklandi í dag. Þetta var fyrsta tap Spánverjanna og fyrsta sigur Tékkanna í undankeppni Evrópumótsins. 12.7.2024 20:50
Myndasyrpa úr sögulegum sigri Íslands gegn Þýskalandi Ísland vann hreint ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð, sem fer fram í Sviss á næsta ári. 12.7.2024 18:51