Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boð­beri slæmra frétta“

Lítið hefur sést til írska vél­byssu­kjaftsins Conor McGregor, bar­daga­kappa UFC, undan­farna daga og þykir það mjög svo ó­venju­legt. Sér í lagi þar sem að að­eins nokkrar vikur eru í endur­komu hans í bar­daga­búrið. Blaða­manna­fundi hans og verðandi and­stæðings hans í búrinu, Michael Chandler var af­lýst með mjög svo skömmum fyrir­vara í upp­hafi vikunnar og hafa miklar get­gátur farið af stað um á­stæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skraut­lega Conor McGregor.

Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísa­fjarðar

Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum.

McGregor sendir frá sér yfir­lýsingu

Írski bar­daga­kappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfir­lýsingu varðandi ó­vænta at­burða­rás sem varð til þess að blaða­manna­fundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bar­daga­kvöldið var af­lýst. Yfir­lýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar.

Fergu­son hafi átt leyni­legan fund í Lundúnum

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir.

Loðin yfir­lýsing UFC á elleftu stundu vekur furðu

Yfir­lýsing UFC-sam­bandsins, þess efnis að ekkert verði af á­ætluðum blaða­manna­fundi bar­daga­kappanna Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin seinna í dag, hefur vakið furðu og á­ætla margir að bar­dagi kappanna, sem fara á fram í Las Vegas seinna í mánuðinum, sé nú í upp­námi.

Freyr þakk­látari fyrir ó­­­trú­­legustu hluti: „Búið að vera erfitt“

Fjarri fjöl­skyldu sinni vann knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son mikið af­rek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunar­verk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjöl­skyldu sinni.

„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“

Kol­beinn Kristins­son, þunga­vigtar­kappi og at­vinnu­maður okkar í hnefa­leikum, á fyrir höndum mikil­vægan bar­daga á sínum tap­lausa at­vinnu­manna­ferli til þessa annað kvöld. Eftir fá­dæma ó­heppni og niður­fellda bar­daga vegna meiðsla er Kol­beinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma at­vinnu­manna­ferli hans á næsta stig.

Sjá meira