Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tók Ís­land skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við"

Jóhann Berg Guð­munds­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammi­stöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undan­keppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leik­mönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu.

„Er mér ó­skiljan­legt að ekkert sé búið að gerast“

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna.

„Þessu er ekki lokið“

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti.

„Vonandi getum við skemmt partýið“

Jóhann Berg Guð­munds­son mun bera fyrir­liða­bandið er Ís­land heim­sækir Slóvakíu í undan­keppni EM í fót­bolta í Bratislava í kvöld. Ís­lenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partý­höld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafn­tefli eða sigri.

Hákon Arnar ekki með á æfingu degi fyrir leik

Mikil ó­vissa er uppi með þátt­töku miðju­mannsins öfluga, Hákons Arnars Haralds­sonar, í leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM í fót­bolta annað kvöld hér í Bratislava.

Upp­selt á leik Slóvakíu og Ís­lands

Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 

Sjá meira