Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­liðs­þjálfarinn svarar fyrir gagn­rýni á spila­mennsku liðsins

Spilamennska íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undanförnum leikjum hefur sætt mikilli gagnrýni. Þrátt fyrir sigur gegn Wales í síðasta verkefni var ýmislegt í leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. Þá var frammistaðan á útivelli gegn Þjóðverjum í 4-0 tapi alls ekki sannfærandi.

Rúnar Alex ekki misst trúna úti þrátt fyrir krefjandi tíma

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, segir stefnu liðsins vera að sækja sex stig úr komandi tveimur heimaleikjum liðsins í undankeppni EM 2024. Rúnar Alex kemur inn í verkefnið með fáar mínútur á bakinu á yfirstandandi tímabili hjá sínu félagsliði, Cardiff City. 

Að­dá­endur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stór­frétta frá UFC

Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. 

Andri Lucas þver­tekur fyrir meint rifrildi

Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. 

Endur­koma Gylfa Þórs gefi lands­liðinu gríðar­lega mikið

Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins er kominn á fullt aftur í boltanum eftir að meiðsli héldu honum frá síðasta verkefni landsliðsins. Hann er spenntur fyrir komandi heimaleikjum liðsins í undankeppni EM og segir endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðið vera frábærar fréttir.

„Ég get ekki kvartað yfir neinu“

Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. 

Sjá meira