Fótbolti

Hrósa happi yfir á­huga­leysi Ís­lendinga

Aron Guðmundsson skrifar
Leikið verður á stórglæsilegum heimavelli Slóvakíu á fimmtudaginn
Leikið verður á stórglæsilegum heimavelli Slóvakíu á fimmtudaginn Vísir/Samsett mynd

Búast má við því að upp­selt verði á leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM á Tehel­no polí leik­vanginum í Bratislava á fimmtu­daginn kemur. Jafn­tefli nægir heima­mönnum, sem verða studdir á­fram af um tuttugu þúsund stuðnings­mönnum, til að tryggja EM sætið.

Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava

Á slóvakíska frétta­miðlinum sport­sky.sk er sú stað­reynd, að lítið verður um stuðnings­menn ís­lenska liðsins á leik liðanna á fimmtu­daginn, sögð gefa slóvakíska lands­liðinu for­skot.

Lands­liðs­menn Slóvakíu finna fyrir með­byr í að­draganda leiksins líkt og sóknar­maðurinn Lukáš Hara­slín hafði orð á:

„Enn og aftur höfum við fengið stuðnings­mennina með okkur í lið. Það hjálpar okkur að spila fyrir fram fullan leik­vang og ég hef trú á því að við getum fagnað öll saman í leiks­lok.“

Eins og fyrr segir nægir slóvakíska lands­liðinu jafn­tefli úr leik sínum við ís­lenska lands­liðið á fimmtu­daginn til að tryggja EM-sætið.

Strákarnir okkar eiga að sama skapi enn mögu­leika á því að tryggja sér EM-sætið í gegnum þennan J-riðil en til þess að sá mögu­leiki haldist á lífi verður liðið að bera sigur úr býtum í leik sínum við Slóvaka og halda svo til Portúgal og sækja sigur í greipur heima­manna sem hafa unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa.

Aukin­heldur yrðum við að treysta á að Bosnía & Herzegóvína myndi vinna leik sinn gegn Slóvakíu í loka­um­ferð riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×