Uppsagnir hjá Veitum Þrettán manns var sagt upp hjá Veitum í lok septembermánaðar. Uppsagnirnar tengjast breytingum tengdum flutningi mælaþjónustu Veitna til Securitas. 7.10.2024 08:34
Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Lægð suður í hafi og víðáttumikil hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægum vindum yfir landið, sums staðar strekkingi, en annars yfirleitt mun hægari. 7.10.2024 07:10
Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020. 4.10.2024 13:09
Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Mannauðsdagurinn er haldinn árlega af Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, og verður bein útsending frá Hörpu milli klukkan 8 og 13 með viðtölum við fyrirlesara og fleiri einstaklinga um mannauðsmál. 4.10.2024 08:01
Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Gabríel Ingimarsson hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Hríseyjarbúðarinnar og hefur hann því aftur snúið heim til Hríseyjar eftir nokkurra ára fjarveru með viðkomu í Reykjavík, Laugum í Reykjadal og Brussel. 4.10.2024 07:53
Stormur við suðausturströndina Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur en gengur í hvassviðri eða storm við suðausturströndina. Búið er að gefa út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 4.10.2024 07:16
Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3.10.2024 13:31
Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á lánum þar sem brugðist er við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær þar sem stýrivextir voru lækkaðir úr 9,25 prósentum í 9,0 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka nú um 0,25 prósentustig, úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent. 3.10.2024 12:28
Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Arion banka sem hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Rætt verður við formann Neytendasamtakanna, sem fagnar þessu, en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá. 3.10.2024 11:40
Engar hópuppsagnir í september Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til Vinnumálastofnunar í nýliðnum septembermánuði. 3.10.2024 10:25