Sætanýtingin aldrei verið betri Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. 9.9.2024 09:03
Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði var kölluð út á laugardagkvöldið eftir að tilkynning barst frá íbúa sem hafði séð fleiri en eitt neyðarblys á lofti í firðinum. Sveitin var síðar afturkölluð eftir að ljós kom að blysunum hafði verið skotið á loft af hópi fólks sem hafði komið saman vegna hátíðarhalda fyrir utan veitingastað á Skutulsfjarðareyri. 9.9.2024 08:07
Kalt, blautt og hvasst Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings norðanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi í dag og slyddu eða snjókomu til fjalla. Sunnan heiða verður hins vegar yfirleitt bjart. 9.9.2024 07:11
Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013. 6.9.2024 14:32
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Hekla Arnardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital. 6.9.2024 12:49
Sjö sóttu um embætti héraðsdómara Sjö umsækjendur voru um tvö embætti héraðsdómara sem dómsmálaráðuneytið auglýsti lausar til umsóknar í ágúst. 6.9.2024 10:54
Ljóst hverjir verða á nýjum dönskum peningaseðlum Barnabókarithöfundurinn H.C. Andersen og grænlenski landkönnuðurinn Arnarulunnguaq eru meðal þeirra sem munu prýða þá dönsku peningaseðla sem verða settir í umferð í Danmörku og á Grænlandi árið 2028. 6.9.2024 08:51
Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6.9.2024 08:33
Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025. 6.9.2024 07:54
Engin útköll hjá björgunarsveitum í nótt Engin útköll voru hjá björgunarsveitum vegna veðurs í gærkvöldi og í nótt eftir annasaman dag á norðurhluta landsins þegar mikið hvassviðri gekk yfir. 6.9.2024 07:34
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent