Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. 9.4.2024 14:55
Yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins Írska þingið samþykkti í dag hinn 37 ára Simon Harris sem næsta forsætisráðherra landsins, eða taoiseach. Harris verður sá yngsti í sögunni til að skipa embættið, en hann tekur við af Leo Varadkar sem sagði óvænt af sér embætti í síðasta mánuði. 9.4.2024 13:00
Play hefur flug til „heimkynna jólasveinsins“ Flugfélagið Play hefur sett í sölu flug til þorpsins Rovaniemi í norðurhluta Finnlands. 9.4.2024 12:40
Ráðinn framkvæmdastjóri Eðalfangs Hinrik Örn Bjarnason hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Eðalfangs ehf. 9.4.2024 10:18
Bein útsending: Skóli nútíðar — vegvísir til framtíðar Áherslur og afstaða kennara, stjórnenda og skólafólks til kennslu og skólastarfs verður í fyrirrúmi á ráðstefnu Kennarasambandsins sem fer fram í Hörpu í dag. 9.4.2024 09:00
Mun túlka Springsteen Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. 9.4.2024 08:49
Skýjað að mestu en úrkoma eða rigning sunnantil Grunn lægð lónar úti fyrir suðausturströndinni og fylgir henni dálítil úrkoma á sunnanverðu landinu, ýmist snjókoma eða rigning. 9.4.2024 07:14
„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8.4.2024 13:47
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8.4.2024 13:08
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8.4.2024 10:29