Bjartur dagur sunnantil og hiti að sextán stigum Útlit er fyrir norðvestanátt á landinu í dag með vindhraða víða á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Norðantil má búast við dálítilli vætu fram eftir degi en sunnan Heiða ætti að létta til og því bjartur dagur í vændum á þeim slóðum með allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu. 3.9.2024 07:12
Fyrrverandi forstjóri Reita stýrir Ísey Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita fasteignafélags, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍSEY útflutnings ehf (ÍSEY). 2.9.2024 11:44
Spáð mildu veðri í dag Smám saman mun draga úr krafti lægðarinnar á Grænlandshafi sem stýrði veðrinu á landinu um helgina. 2.9.2024 07:17
Unnur Eggerts og Mateja til Maura Unnur Eggertsdóttir og Mateja Deigner hafa gengið til liðs við auglýsingastofuna Maura. Unnur hefur verið ráðin sem hugmynda- & textasmiður og verkefnastjóri og Mateja sem grafískur hönnuður. 2.9.2024 07:06
Skaftárhlaupi að ljúka Hlaupi í Skaftá er að ljúka og er rennsli nú orðið svipað og var fyrir hlaup. Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegnahlaupsins. Síðustu tvo daga hefur rennsli í ánni farið lækkandi og er vatnsmagnið svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst síðastliðinn. 30.8.2024 13:43
Ráðinn hönnunarstjóri Aton Sigurður Oddsson hefur verið ráðinn til Aton sem hönnunarstjóri. 30.8.2024 13:38
Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. 30.8.2024 12:34
Efling og ríkið undirrita kjarasamninga Samninganefnd Eflingar og samninganefnd ríkisins náðu í gær samkomulagi um nýjan kjarasamning og var hann undirritaður síðdegis í gær. 30.8.2024 10:31
Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30.8.2024 10:11
Orðið ljóst hvaða svissneska borg mun hýsa Eurovision í maí Eurovision-keppnin mun fara fram í svissnesku borginni Basel í maí á næsta ári. 30.8.2024 08:37