Fjórir vilja í embætti ráðuneytisstjóra Fjórar umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins bárust en umsóknarfrestur rann út 31. janúar síðastliðinn. Þriggja manna nefnd mun meta hæfi umsækjenda. 2.3.2023 10:56
Sér eftir því að hafa nafngreint fyrrverandi kærustur Rapparinn Drake segist sjá eftir því að hafa nafngreint fyrrverandi kærustur sínar í lögum sínum. Hann hafi aldrei gert það með neitt illt í huga en ein þeirra skammaði hann fyrir það. 2.3.2023 10:47
Átján vilja verða dagskrárstjóri Rásar 1 Átján sóttu um að verða næsti dagskrárstjóri Rásar 1. Þröstur Helgason sagði upp störfum í byrjun febrúar en hann hafði gegnt starfinu í nærri níu ár. 2.3.2023 10:03
Alvotech tapaði rúmlega 73 milljörðum króna Alvotech tapaði 513,6 milljónum dollara árið 2022, rúmlega 73 milljörðum íslenskra króna. Heildartekjur á árinu voru 85 milljónir dollara og jukust um 45 milljónir milli ára. 2.3.2023 09:18
Fundu nýja Moai-styttu á Páskaeyju Vísindamenn á Páskaeyju í Kyrrahafi fundu undir lok febrúar nýja Moai-styttu. Styttan fannst ofan í eldfjallagíg en lítið stöðuvatn var ofan í gígnum áður. 2.3.2023 08:39
Vo Van Thuong nýr forseti Víetnam Vo Van Thoung var í gær valinn nýr forseti Víetnam. Hann tekur við af Nguyen Xuan Phuc sem gegndi embættinu í einungis tæp tvö ár og sagði af sér eftir að hafa verið sakaður um spillingu. 2.3.2023 08:05
Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. 1.3.2023 12:24
Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1.3.2023 10:50
Eldur í tveggja hæða húsi á Tálknafirði Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í tveggja hæða húsi við Strandgötu á Tálknafirði um klukkan átta í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu. 1.3.2023 09:32
Bein útsending: Ástráður kynnti nýja miðlunartillögu Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1.3.2023 08:33