Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hluti af heild sem við skiljum ekki“

„Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum.

Féll kylli­flatur fyrir ein­lægni Taylor Swift

Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni.

Skvísuviðburður þar sem hátískuflíkum rigndi yfir gesti

Fatamarkaður Regn var haldinn með pomp og prakt um síðastliðna helgi á Hafnartorgi þar sem tískuunnendur, skvísur landsins og nokkrir hundar sameinuðust í að skoða ýmsar gersemar. Regn er forrit sem endurselur notuð föt og ákváðu forsvarskonur Regn að færa þetta frá skjánum yfir í raunheima um stund.

„Ástin var svo sannar­lega í loftinu þetta kvöld“

Nýgiftu hjónin Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Kristján Eldur Aronsson eru búin að vera saman síðan þau voru unglingar. Þau áttu drauma brúðkaupsdag í Reykjavík og njóta nú saman í ævintýralegri brúðkaupsferð. Mariane ræddi við blaðamann um brúðkaupið.

Þotulið listagyðja fögnuðu að sænskum stíl

Margar af ofurskvísum landsins komu saman síðastliðið miðvikudagskvöld í svokallaðri Miðsumar veislu Ginu Tricot, Essie og Elísabetar Gunnars en viðburðurinn dregur innblástur til Midsommer hátíðarinnar sem haldin er um öll Norðurlönd.

Er ó­sigrandi á sviði og sækir orkuna niður í jörð

„Ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði en að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn,“ segir tónlistarkonan Agnes Björt Andradóttir sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Sykur. Blaðamaður ræddi við Agnesi um listina, lífið, æskuna, uppbyggingu og fleira en hún fagnar sömuleiðis 33 ára afmæli sínu í dag.

„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera popp­stjarna“

Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali.

Skoski hópdansinn endaði ó­vænt sem al­gjör há­punktur

„Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi,“ segja nýgiftu hjónin Anna Jia og Michael Wilkes, sem héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku.

Sjá meira