Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hörð peninga­stefna ekki komið heimilum í vand­ræði

„Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.

Nær mark­miðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Nýtir gervi­greind í stað sér­fræðinga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Mæld verð­bólga meiri ef Hag­stofan hefði ekki skipt um kúrs

Verðbólga mælist nú minni eftir að Hagstofan breytti því hvernig hún mælir húsnæðiskostnað, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlímánuði en hefði líklega verið nær sjö prósentum með gömlu aðferðinni.

Lést í slysi við Háls­lón

Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun.

Eigi ekki eftir að eyði­leggja mennta­kerfið

Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni.

„Þetta er hund­leiðin­legt auð­vitað“

Brotist var inn á veitingastaðinn Dirty Burger and Ribs í Fellsmúla aðfaranótt sunnudags og peningaskúffu stolið úr afgreiðslukassa. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Flug­­fé­lagið Ernir svipt flug­­rekstrar­­leyfi

Samgöngustofa hefur svipt Flugfélagið Erni flugrekstrarleyfi sínu. Stjórnarformaður segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja niður flugstarfsemi félagsins og færa hana inn í Mýflug. Síðarnefnda flugfélagið á meirihluta í Erni ásamt Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti.

Sjá meira