Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrsta barnið látið af völdum Covid-19 í Danmörku

Dönsk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag að barn, sem er á aldursbilinu núll til níu ára, hafi látist af völdum covid-19. Er það fyrsta barnið sem lætur lífið í Danmörku af völdum sjúkdómsins samkvæmt opinberum gögnum. TV2 greinir frá en barnið glímdi við undirliggjandi alvarleg veikindi.

Birtir nafnlausar frá­sagnir í­þrótta­kvenna til að fá sögurnar upp á yfir­borðið

„Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“

Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg

Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing

Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“

Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað

Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu.

Fleiri hundruð mót­mælendur hand­teknir víða um Evrópu

Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla.

Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna

Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun.

Sjá meira