Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:29 Sundlaug Akureyrar. mynd/ja.is Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra nú í kvöld. „Síðdegis á laugardaginn fékk lögreglan tilkynningu um að mikill mannfjöldi væri í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í heitu pottunum. Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að heildarfjöldi gesta var vel innan leyfilegra marka en í pottunum var þétt setið,“ segir í færslunni. „Var aðgengi að sundlauginni lokað að kröfu lögreglu það sem eftir var dags og starfsfólki gert að koma betra skipulagi á hlutina sem og að bæta úr merkingum við heitu pottana áður en að starfsemin yrði opnuð aftur daginn eftir.“ Stefnt er að því að á næstu dögum verði farið yfir þessi mál á vettvangi lögreglunnar og metið hvort þessi heimsókn lögreglu í sundlaugina muni hafa einhverja eftirmála. Eftirlitið með hótelum og veitingastöðum mun hafa leitt í ljós að ástandið hafi verið gott en að svigrúm væri til bætingar, bæði hvað lítur að rekstraraðilum og viðskiptavinum. „Ljóst er að snjórinn hér Norðanlands hefur mikið aðdráttarafl, sem er hið besta mál, en áfram þurfum við að halda uppi sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ segir í færslu lögreglunnar sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Lögreglumál Sundlaugar Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra nú í kvöld. „Síðdegis á laugardaginn fékk lögreglan tilkynningu um að mikill mannfjöldi væri í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í heitu pottunum. Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að heildarfjöldi gesta var vel innan leyfilegra marka en í pottunum var þétt setið,“ segir í færslunni. „Var aðgengi að sundlauginni lokað að kröfu lögreglu það sem eftir var dags og starfsfólki gert að koma betra skipulagi á hlutina sem og að bæta úr merkingum við heitu pottana áður en að starfsemin yrði opnuð aftur daginn eftir.“ Stefnt er að því að á næstu dögum verði farið yfir þessi mál á vettvangi lögreglunnar og metið hvort þessi heimsókn lögreglu í sundlaugina muni hafa einhverja eftirmála. Eftirlitið með hótelum og veitingastöðum mun hafa leitt í ljós að ástandið hafi verið gott en að svigrúm væri til bætingar, bæði hvað lítur að rekstraraðilum og viðskiptavinum. „Ljóst er að snjórinn hér Norðanlands hefur mikið aðdráttarafl, sem er hið besta mál, en áfram þurfum við að halda uppi sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ segir í færslu lögreglunnar sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Lögreglumál Sundlaugar Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira