Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. 13.10.2022 20:01
Vilja fá að vera inni í vetur til að eiga möguleika á að verða ekki úti Heimilislausir karlmenn efndu til setuverkfalls klukkan tíu í morgun í neyðarskýlinu Grandagarði. 12.10.2022 21:20
„Austurríki hvað?“ Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. 10.10.2022 20:00
„Göngugrindahlaup og hjólastólarallý“ á vinsælum böllum Hrafnistu Svokallað göngugrindahlaup og hjólastólarallý eru vikulegir viðburðir á Hrafnistu að sögn söngkonu sem syngur reglulega fyrir heimilismenn. Hún segir söng og dans færa eldra fólki ómælda hamingju. 9.10.2022 19:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rafmagnsleysi og víðtækar lokanir á vegum eru helsti skaði sem ofsaveður hefur valdið á landinu í dag. Rauðar viðvaranir eru í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. Björgunarsveitir hafa haft lítið að gera í dag. Við tökum stöðuna á landanum og ræðum við fulltrúa almannavarna í beinni útsendingu. 9.10.2022 17:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Allar spár um aftakaveður á Norðaustur- og Austurlandi í dag virðast ætla að ganga eftir. Rauðri viðvörun hefur einnig verið bætt við á Suðausturlandi og hættustigi almannavarna lýst yfir á þessum svæðum. Bóndi í Aðaldal segir veðrið vekja hjá sér ónot og minna á óveðrin 2019 og 2012. Við förum ítarlega yfir veðrið í hádegisfréttum. 9.10.2022 11:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Við ræðum við fagstjóra hjá Almannavörnum í beinni útsendingu. 8.10.2022 18:00
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8.10.2022 16:33
Hádegisfréttir Bylgjunnar Byggingaframkvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta orsök óvenju tíðra rafmagnsbilana sem hafa hrjáð íbúa miðbæjar og Vesturbæjar upp á síðkastið. Veitingamaður segist hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna rafmagnsleysisins í gær. 8.10.2022 11:41
Telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis telur óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjarskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Fréttastofa ræddi við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu. 7.10.2022 19:06