Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. 27.5.2022 23:00
Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27.5.2022 13:00
Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26.5.2022 22:01
„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“ Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. 26.5.2022 20:01
Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26.5.2022 19:07
Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda. 26.5.2022 16:01
Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26.5.2022 13:00
Taka þurfi skýra afstöðu gegn vændi en með þolendum þess Mikilvægt er að vekja athygli á skuggahliðum vændis þar sem meirihluti hefur slæma reynslu að sögn þolenda vændis og fjölmiðlakonu sem gerði vændi að umfjöllunarefni sínu í nýrri bók. Umræðan hafi verið einræð og skaðleg undanfarið þar sem minnihluti hafi lýst jákvæðri reynslu. Samfélagið þurfi að taka skýra afstöðu gegn vændi, en með þolendum. 24.5.2022 07:00
Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. 23.5.2022 22:26
Blær stórtíðindi á húsnæðismarkaði ASÍ, BSRB og VR koma að stofnun nýs íbúðafélags sem er ætlað að fjölga möguleikum í byggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis og gera fleiri stéttarfélögum kleift að byggja slíkar íbúðir. Nýja félagið hefur hlotið nafnið Blær og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. 23.5.2022 14:09