Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál

Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. 

Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu

Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands.

Vaktin: Ó­breyttir borgarar myrtir í Do­netsk

Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá því að forseti Úkraínu sakar Rússa enn á ný um stríðsglæpi eftir árás á lestarstöð í austurhluta landsins í gærmorgun.

Sósíalistar kynna framboðslista í borginni

Sósíalistaflokkur Íslands hefur kynnt framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor en 46 einstaklingar skipa sæti á listanum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, leiðir listann. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út í gær en ellefu framboð skiluðu inn listum í borginni. 

Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. 

Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi

Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús.

Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar

Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. 

Sjá meira