„Líkt og fjöldamorðið í Bucha, líkt og margir aðrir stríðsglæpir Rússa, þá verður flugskeytaárásin á Kramatorsk að vera meðal þess sem dómstólar taka fyrir, sem að verður að gerast,“ sagði Selenskí þegar hann ávarpaði þjóð sína seint í gærkvöldi og bætti við að hann búist við afdráttarlausum viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu.
Um það bil fjögur þúsund manns, mest megnis börn, konur og aldraðir, voru á lestarstöðinni í Kramatorsk í Donetsk héraði þegar eldflaug lenti þar í gærmorgun en yfirvöld höfðu hvatt íbúa í austurhluta landsins til að yfirgefa svæðið þar sem von er á auknum árásum á næstu dögum og vikum. Að minnsta kosti 52 létust í árásinni, þar á meðal fimm börn.
Russians knew that the train station in Kramatorsk was full of civilians waiting to be evacuated. Yet they stroke it with a ballistic missile, killing at least 30 and injuring at least a hundred people. This was a deliberate slaughter. We will bring each war criminal to justice. pic.twitter.com/cq0CX9wovV
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) April 8, 2022
Sakar Rússa um slátrun en þeir neita sök
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði árásina ekki hafa verið neitt annað en slátrun á almennum borgurum og vísaði hann til þess að Rússar hafi vitað að lestarstöðin hafi verið full af almennum borgurum. „Samt sprengdu þeir hana í loft upp með eldflaug,“ sagði Kuleba.
Breska varnamálaráðuneytið greindi frá því í stöðuuppfærslu sinni í dag að rússneskar hersveitir væru vísvitandi að ráðast á almenna borgara.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands neitaði að hafa ráðist á lestarstöðina og leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk sagði að um væri að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínumanna, líkt og rússnesk yfirvöld héldu fram í Bucha. Talsmaður stjórnvalda í Moskvu sagði eldflaugina sem lenti á lestarstöðinni aðeins notaða af úkraínska hernum.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 9 April 2022
— Ministry of Defence (@DefenceHQ) April 9, 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/E0EjD3xPmZ
#StandWithUkraine pic.twitter.com/hswPju7mdi
„Viðleitni heimsins verður að sýna fram á hverja mínútu, hverjir gerðu hvað og hver fyrirskipaði það. Hvaðan kom eldflaugin, hverjir voru með hana, hver ber ábyrgð og hvernig árásin var samræmd,“ sagði Selenskí í gærkvöldi eftir yfirlýsingar Rússa.
Vill bann á olíu og fleiri vopn
Vesturlöndin hafa fordæmt árásina en Selenskí kallaði eftir frekari refsiaðgerðum vegna málsins. Hann sagði nauðsynlegt að beita Rússa auknum þrýstingi með því að grípa til banns á rússneska orku, olíu og gas. Þá kallaði hann enn og aftur eftir fleiri vopnum.
„Allar tafir við að útvega slík vopn til Úkraínu, allar afsakanir, þýða aðeins eitt: stjórnmálamennirnir sem eiga í hlut vilja frekar hjálpa rússneskum leiðtogum frekar en okkur Úkraínumönnum,“ sagði Selenskí.