Blaðamaður

Guðný Hrönn

Guðný Hrönn er umsjónarmaður Lífsins í Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York

Íslenska fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir gekk tískupallana á nýafstaðinni tískuviku í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem Magdalena Sara tekur þátt í tískuviku og hún segir það bæði skemmtilega og stressandi upplifun að ganga niður tískupall fyrir framan fjölda fólks.

Dægurlagaperlurnar slógu í gegn hjá landsmönnum

Þríeykið Sigga Beinteins, Guðrún Gunnarsdóttir og Jógvan Hansen hafa undanfarið sungið gamlar dægurlagaperlur saman á tónleikunum Við eigum samleið. Tónleikarnir hafa hitt beint í mark hjá tónlistarunnendum en þeir hafa verið haldnir hátt í 30 sinnum.

Allir í sínu fínasta pússi á þing­setningar­at­höfninni

Eins og við var að búast voru allir flottir í tauinu á þingsetningarathöfninni á þriðjudaginn. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fylgdust með þegar forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn mættu til Alþingis í sínu fínasta pússi.

Fyrsta húðflúrið í 76 ára afmælisgjöf

Eygló Jóna Gunnarsdóttir er 76 ára og fékk sér sitt fyrsta tattú um helgina. Lúthersrós á handlegginn varð fyrir valinu og það var barnabarn hennar, Ívar Østerby Ævarsson, sem skellti tattúinu á hana.

Góðir staðir fyrir fyrsta stefnumót

Það að fara á fyrsta stefnumót getur verið ansi stressandi. Hvert á maður að fara, hvað á maður að gera og hvað í fjandanum á maður að tala um? Góður áfangastaður fyrir fyrsta deit getur reddað ýmsu og þess vegna leituðum við við á náðir nokkurra sérfræðinga,sem eru ýmist á lausu eða í sambandi, til að gefa lesendum góð ráð um hvert er sniðugt að fara á fyrsta stefnumóti.

Út að borða með besta vininum

Björt Ólafsdóttir lagði nýlega til að veitingahúsaeigendur fengju sjálfir að ráða því hvort gæludýr væru leyfð á stöðum þeirra. Veitingahúsaeigandanum Hrefnu Sætran þykir tillagan áhugaverð.

Tískustraumar sem minna á árið 2000

Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.

Jóhannes í kvikmynd með Cate Blanchett og Kristin Wiig

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur verið að gera það gott í Hollywood undanfarið og heldur því áfram. Nýjasta hlutverk hans vestanhafs er á móti stórleikurunum Cate Blanchett, Kristin Wiig, Billy Crudup, Laurence Fish­burne og fleirum í myndinni Where'd You Go, Bernadette.

Pör með sameiginlega Facebook síðu

Stór hluti landsmanna er með Face­book síðu enda er það góð leið til að halda sambandi við fólk. Flestir skrá sig sem einstakling á Facebook en sumir kjósa að skrá sig með maka sínum. Pörin Beggi og Pacas og Svala og Davíð eru meðal þeirra sem eru með parasíðu.

Sjá meira