Oft meiri húmor og litagleði í bandarískri hönnun Vöruhönnuðurinn Elín Bríta heillaðist af bandarískri hönnun þegar hún bjó í New York á sínum tíma. Þegar hún flutti svo til baka til Íslands ákvað hún að opna vefverslun og kynna landsmenn fyrir nýrri og ferskri hönnun. 10.5.2017 12:30
Lætur gott af sér leiða á sjötíu ára afmælinu Læknirinn Sveinn Rúnar Hauksson fagnar sjötugsafmælinu með rjómanum af íslenskum söngvaskáldum. Hann heldur styrktartónleika í Háskólabíói í kvöld og allur ágóði rennur til Palestínu, hluta heimsins sem hjarta Sveins slær fyrir. 10.5.2017 07:00
Blek sem eyðist á sex mánuðum gæti sparað tíma og peninga Þessa dagana stendur yfir námskeið í nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík og í kúrsinum fékk sex manna hópur þá góðu hugmynd að hanna yfirstrikunarpenna með bleki sem eyðist á um sex mánuðum. 9.5.2017 11:30
Mundi lundi reyndist vera lögblindur Anna Þóra er einn af meðlimum í grínfélaginu Lunda. Það félag á lukkudýr sem er lundi sem heitir Mundi. Nýverið fór meðlimi hópsins að gruna að Mundi væri með lélega sjón og þá bauðst Anna til að sjónmæla hann. 9.5.2017 09:15
Hafa „meikað það“ á heimsvísu Kristín Ólafsdóttir er framleiðandi og leikstjóri heimildarmyndarinnar Innsæi sem er fyrsta íslenska myndin sem fer á Netflix á heimsvísu. Kristín, sem leikstýrði myndinni með Hrund Gunnsteinsdóttur, er himinlifandi með árangurinn. 6.5.2017 15:45
Lakkrísdöðlukonfekt sem er fullkomið í partíið Meðfylgjandi uppskrift að einstöku döðlukonfekti er í miklu uppáhaldi hjá matarbloggaranum Margréti Theodóru Jónsdóttur, sem heldur úti blogginu Kakan mín. Margrét segir konfektið vera fullkomið í hvaða partí sem er. 6.5.2017 14:30
Fann aftur ánægjuna við að semja tónlist og halda tónleika Sóley Stefánsdóttir mun koma fram á tónleikum í kvöld í Mengi en tilefnið er nýjasta plata Sóleyjar sem ber heitið Endless Summer. Sóley segir nýju plötuna vera glaðværari en fyrri plötur og hún naut þess í botn að semja hana. 6.5.2017 13:15
Höfðu húmor fyrir "tískuslysinu“ Svala Björgvinsdóttir og Anja Nissen klæddust nýverið báðar hönnun eftir Hrafnhildi Arnardóttur við undirbúning fyrir Eurovision. Hrafnhildur segir skemmtilegt að fá þessi jákvæðu viðbrögð við frumraun sinni í fatahönnun. 6.5.2017 12:15
Omnom fagnar Eurovision með því að gefa súkkulaðipopp Omnom ætlar að taka smá forskot á sæluna í tilefni Eurovision. "Til að hefja leika ætlum við að sjálfsögðu að gleðjast og horfa á Svölu keppa á þriðjudaginn. Við bjóðum alla velkomna þann dag í verslun okkar til að sækja sér frítt box af súkkulaðipoppi til að gæða sér á yfir Eurovision-herlegheitunum!“ 6.5.2017 11:00
Bára í Aftur telur sig hafa orðið fyrir hönnunarstuldi "Mér finnst sorglegt þegar fólk sér sig knúið til að stela hugmyndum annarra,“ segir Bára Hólgeirsdóttir, eigandi Aftur, um þá staðreynd að nýverið komu í sölu peysur frá merkinu Thelma Steimann sem svipa mikið til hönnunar Aftur. Um er að ræða flíkur úr endurunnum efnisbútum sem saumaðir eru saman. 6.5.2017 10:45