Blaðamaður

Guðný Hrönn

Guðný Hrönn er umsjónarmaður Lífsins í Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Myndi seint titla sig sem draugabana í símaskránni

Það kemur reglulega fyrir að séra Jóhanna Gísladóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, sé beðin um að blessa heimili af ýmsum ástæðum, meðal annars reimleika. Jóhanna hefur sjálf aldrei orðið vör við draugagang.

Lætur gott af sér leiða með tónleikum á afmælinu

Til að fagna 70 ára afmælinu ætlar Eiríkur Grímsson að láta gott af sér leiða og halda tónleika í Langholtskirkju á sunnudaginn. Á tónleikunum verður fjölbreytt dagskrá og allur ágóði rennur til Umhyggju, félags langveikra barna.

„Yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu“

Félagarnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, mennirnir á bak við Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar, eiga sína dótturina hvor og hafa þær nú fetað í fótspor feðra sinna og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.

Skotheld kaffihúsaráð fyrir hundaeigendur

Í tilefni þess að veitinga- og kaffihúsum á Íslandi, sem uppfylla ákveðin skilyrði, er nú heimilt að bjóða hunda og ketti velkomna í heimsókn setti Heiðrún Klara Johansen, hundaþjálfari og hunda­atferlisfræðingur hjá HundaAkademíun nokkur góð ráð saman fyrir lesendur. Hún segir mikilvægt að fólk undirbúi hundana sína vel áður en það fer með þá af stað í kaffihúsaferð.

Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka

Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi.

Íslensku skrímslin munu fara alla leið til Japan

Íslenska fyrirtækið Monstri ehf. hefur handgert lítil ullarskrímsli úr afgangsefnum frá árinu 2011 sem hafa vakið lukku hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum á Íslandi. En nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar og fer alla leið til Japan.

Spennandi listaár fram undan

Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili.

Andleg vellíðan er lífsstíll

Vinkonurnar Apríl Harpa Smáradóttir og Arna Rín Ólafsdóttir deila með lesendum góðum ráðum í átt að góðri andlegri heilsu með hugleiðslu og núvitund.

Sjá meira