Blaðamaður

Guðný Hrönn

Guðný Hrönn er umsjónarmaður Lífsins í Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lífið og tilveran án bílprófs

Margt fólk kannast við að hafa beðið með eftirvæntingu eftir að ná 17 ára aldri og fá bílpróf. En það á ekki við um alla. Á meðan mörgum þykir algjörlega ómissandi að fara allra ferða sinna keyrandi þá eru aðrir sem eru ekkert að flýta sér að taka bílpróf. Helgi Hrafn, Saga Sig og Guðmundur Bjarki eru á meðal þeirra.

Nýtt lag og myndband um píkur

Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: "Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna.

Vill að fólk sé óhrætt við orðið „píka“

Linda Jó­hanns­dótt­ir opnar á morgun sýningu með teikningum af píkum. Með sýningunni vill Linda meðal annars vekja fólk til umhugsunar um orðið „píka“ sem virðist trufla margt fólk.

Tóku u-beygju og fluttu á Sauðárkrók

"Það fannst mörgum það skrýtin ákvörðun að hætta í góðri vinnu til þess að flytja út á land,“ segir arkitektinn og húsgagnasmiðurinn Magnús Freyr Gíslason sem flutti ásamt fjölskyldu sinni á Sauðárkrók, meðal annars til að fá útrás fyrir sköpunargleðina.

Hrekkjavökusjúk og skreytir allt hátt og lágt

Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera "hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.

Föstudagsplaylisti Teejay Boyo

Tónlistamaðurinn Teejay Boyo setti saman föstudagsplaylista Lífsins að þessu sinni. Teejay var að gefa út nýtt lag, lagið Wine Your Body, og að sjálfsögðu fékk það að fljóta með á lagalistann.

Heldur Adele-heiðurstónleika um helgina

Söngkonan Katrín Ýr Óskarsdóttir, ásamt hljómsveit, heldur tónleika til heiðurs söngkonunni Adele um helgina. Spurð út í hvaðan áhuginn á Adele komi segir Katrín: "Hann byrjaði mest þegar platan 25 kom út. Ég féll fyrir plötunni og mér fannst lögin henta mér vel. Mér finnst hún líka svo skemmtileg týpa. Hún tekur sig ekki of alvarlega.“

Heldur kosningapartí á Tenerife

Herdís Árnadóttir rekur Íslendingabar á Tenerife og gefur íslenskum ferðamönnum og öðrum á Tenerife íslenska stemningu beint í æð. Um helgina verður mikið að gera en þá verður haldin kosningavaka.

Ekki fyrir hvern sem er að sinna 200-300 kg svíni

Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk kaupi einstaka svín til að ala, sérstaklega yfir sumartímann. Þess vegna sá Matvælastofnun tilefni til að setja upp leiðbeiningar um kaup og umönnun svína.

Sköpunarkrafturinn fær innspýtingu í sorg

Tónlistarkonan María Magnúsdóttir var að gefa út plötuna Sinking Island undir listamannsnafninu MIMRA. "Að opna sig persónulega er auðvitað skrítin tilfinning og verður raunverulegri þegar lögin líta loksins dagsins ljós í hljóðriti og maður fer að tala um tilurð þeirra,“ segir María um lög plötunnar sem eru innblásin af lífi og tilveru Maríu seinustu ár.

Sjá meira