Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Líf­eyris­sjóðir draga heldur úr gjald­eyris­kaupum sínum milli ára

Þrátt fyrir stórtæk gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í maímánuði síðastliðnum, þau mestu í einum mánuði í tvö ár, þá dróst fjárfesting sjóðanna í erlendum gjaldmiðlum saman á fyrstu fimm mánuðum ársins en gengi krónunnar hélst afar stöðugt á því tímabili. Í byrjun ársins hækkaði hámark á gjaldeyriseignir lífeyrissjóðanna en þeir settu flestir hverjir sér þá stefnu að auka enn frekar vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum fyrir yfirstandandi ár.

Fyrir­tækja­lánin í met­hæðum vegna kaupa Þór­kötlu á fast­eignum í Grinda­vík

Tilfærsla frá íbúðalánum heimila til fyrirtækja í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu skýrir að hluta tugmilljarða stökk í nýjum útlánun til atvinnufyrirtækja í maímánuði og höfðu þau aldrei mælst meiri. Félagið Þórkatla, sem var stofnað fyrr á árinu til að annast uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði einstaklinga vegna eldsumbrotanna í nágrenni Grindavíkur, stóð að kaupum á um 200 fasteignum í maí.

Fjár­festar stækka framvirka stöðu með krónunni um tugi milljarða

Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni þá hefur það ekki haft neikvæð áhrif á væntingar fjárfesta um gengisþróun krónunnar en þeir hafa aukið stöðutöku sína um tugi milljarða á síðustu mánuðum. Eftir að hafa haldist óvenju stöðugt um langt skeið gagnvart evrunni hefur gengið styrkst lítillega á síðustu vikum.

Hlut­hafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á sölu­virði Kerecis

Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári.

Fjár­magn heldur á­fram að streyma út úr hluta­bréfa­sjóðum

Aukinn áhugi fjárfesta á hlutabréfasjóðum í kringum síðustu áramót reyndist skammlífur og fjármagn er aftur tekið að flæða út úr slíkum sjóðum samtímis erfiðu árferði á hlutabréfamarkaði. Fjárfestar seldu í verðbréfasjóðum, einkum þeim sem fjárfesta í skuldabréfum, fyrir samanlagt um fimmtán milljarða í liðnum mánuði.

Út­lán til fyrir­tækja tóku sex­tíu milljarða stökk og hafa aldrei mælst meiri

Ágætis þróttur er í nýjum útlánum bankakerfisins til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir þröng lánþegaskilyrði en í maí námu þau meira en sextíu milljörðum og hafa aldrei mælst meiri í einum mánuði. Vöxturinn er sem fyrr drifinn áfram af ásókn fyrirtækja í verðtryggð lán á tímum hárra vaxta auk þess sem mikil aukning er í lánum í erlendum gjaldmiðlum.

„Nokkuð snúið“ að fá inn er­lenda sjóði meðan hluta­bréfa­veltan er jafn lítil

Góður gangur í sölu á hliðstæðu Alvotech við lyfið Humira í Bandaríkjamarkað þýðir að pantanabókin er orðin nokkuð meiri en þeir milljón skammtar sem upplýst var um fyrir fáeinum vikum, að sögn forstjóra félagsins, sem segir árið búið að „teiknast býsna vel upp.“ Í viðtali við Innherja ræðir Róbert Wessman um litla veltu með bréf félagsins í Bandaríkjunum, sem hefur skapað tæknilegar hindranir fyrir innkomu erlendra sjóða, en telur að sú staða geti snúist hratt við. Hann útilokar að Alvotech sé að fara sækja sér meira fé í reksturinn og undirstrikar að fjármögnun félagsins sé „lokið.“

„Ó­þarfa á­hyggjur“ fjár­festa að horfið verði frá tví­skráningu JBT Marel

Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja.

Metaf­koma ál­veranna snýst í tap með lækkandi ál­verði

Eftir að skilað metafkomu á tímum heimsfaraldursins, þegar hrávöruverð var í hæstu hæðum, þá urðu nokkur umskipti í rekstri íslensku álveranna á liðnu ári og tekjur drógust nokkuð skarpt saman vegna lækkandi álverðs. Tvö af stærstu álverum landsins skiluðu því tapi eftir tugmilljarða hagnað árið áður.

Acta­vis greiðir aftur út 75 milljarða króna arð til Teva

Stjórn eignarhaldsfélagsins Actavis Group PTC hefur annað árið í röð lagt til að allt að 500 milljónir evra verði greiddar út í formi arðs til hluthafa en endanlegur eigandi félagsins hér á landi er Teva Pharmaceuticals, stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims, með höfuðstöðvar í Ísrael.

Sjá meira